Fréttir

KA/Þór leiðir fyrir síðari leikinn

KA/Þór lék sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í dag þegar liðið mætti Kósóvómeisturunum í KHF Istogu í Kósóvó í dag. Báðir leikirnir í einvíginu fara fram ytra og er seinni leikurinn strax á morgun, laugardag. Það lið sem hefur betur samanlagt úr leikjunum tveimur fer áfram í næstu umferð

Istogu - KA/Þór í beinni kl. 16:00

KA/Þór mætir Kósóvó meisturunum í KHF Istogu klukkan 16:00 í fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni í dag. Mikil eftirvænting er fyrir leiknum enda fyrsta Evrópuverkefni stelpnanna og liðið er staðráðið í að komast áfram í næstu umferð

Stelpurnar mættar til Kósóvó

Lið KA/Þórs er mætt til Kósóvó en stelpurnar munu þar leika tvívegis gegn liði KFH Istogu. Istogu er Kósóvómeistari auk þess að vera Bikarmeistari í landinu og ljóst að verkefnið verður ansi krefjandi en um leið ansi skemmtilegt enda í fyrsta skiptið sem KA/Þór tekur þátt í Evrópukeppni

Magnað myndband er KA/Þór hampaði bikarnum

KA/Þór hélt áfram að skrifa söguna upp á nýtt er liðið tryggði sér Bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi. Liðið sem hafði aldrei unnið stóran titil fyrir síðasta tímabil stóð að því loknu sem Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess að vera Meistari Meistaranna

Styrktu KA/Þór með glæsisokkum!

KA/Þór leikur í fyrsta skiptið í Evrópukeppni á næstu dögum er stelpurnar sækja lið KFH Istogu heim. Istogu er meistari í Kósóvó og verða báðir leikir einvígisins spilaðir í Kósóvó. Það er því krefjandi en jafnframt spennandi verkefni hjá stelpunum framundan

Rut lék sinn 100 A-landsleik

Rut Jónsdóttir náði þeim glæsilega áfanga í kvöld að leika sinn 100 A-landsleik fyrir Íslands hönd er Ísland mætti Svíþjóð á útivelli. Rut lék sinn fyrsta landsleik aðeins 17 ára gömul en hún hefur verið algjör burðarás í liðinu undanfarin ár

KA/Þór Bikarmeistari!

KA/Þór landaði sjálfum Bikarmeistaratitlinum eftir sannfærandi 26-20 sigur á Fram í úrslitaleiknum að Ásvöllum í gær. Stelpurnar sýndu frábæran leik, leiddu nær allan leikinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu í síðari hálfleik

KA/Þór í Bikarúrslitaleikinn!

KA/Þór tryggði sér sæti í sjálfum Bikarúrslitaleiknum með afar sannfærandi 33-16 sigri á liði FH í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í gærkvöldi. Stelpurnar náðu snemma að stinga af og var sigurinn aldrei í hættu og KA/Þór því komið í úrslitaleik bikarsins annað tímabilið í röð

Bikarveislan framundan hjá KA/Þór

Coca-Cola bikarveislan hefst á morgun, fimmtudag þegar KA/Þór mætir FH í undanúrslitum keppninnar. Leikurinn fer fram að Ásvöllum og hefst klukkan 20:30. Miðasalan er hafin í Stubb og okkar hólf í stúkunni eru A-H

Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu

KA/Þór á alls fjóra fulltrúa í A-landsliði Íslands sem leikur í undankeppni EM 2022 á næstunni sem og tvo fulltrúa í B-landsliðinu sem er að fara aftur af stað. Þetta er heldur betur frábær viðurkenning á okkar góða starfi en KA/Þór er eins og flestir vita ríkjandi Íslandsmeistarar