15.12.2021			
	
	Dregið hefur verið í jólahappdrætti KA og KA/Þórs og kunnum við öllum þeim sem styrktu handboltaliðin okkar með miðakaupum kærlega fyrir stuðninginn. Aðeins var dregið úr seldum miðum en vinningana má vitja í KA-Heimilið frá og með morgundeginum, 16. desember og fram til 23. desember
 
	
		
		
		
			
					12.12.2021			
	
	KA tók á móti HK í síðasta heimaleik ársins í Olísdeild karla í KA-Heimilinu á föstudaginn en leikurinn var sá fyrsti í síðari umferð deildarinnar. KA vann góðan sigur er liðin mættust í Kópavogi fyrr í vetur og voru strákarnir staðráðnir í að sækja önnur mikilvæg tvö stig gegn liði HK
 
	
		
		
		
			
					11.12.2021			
	
	KA hefur náð samkomulagi við VfL Gummersbach um að Óðinn Þór Ríkharðsson verði á láni hjá þýska liðinu út desember mánuð. Mikil meiðsli hafa herjað á lið Gummersbach sem er í efsta sæti næstefstu deildar en framundan eru þrír mikilvægir leikir sem Óðinn mun leika með liðinu
 
	
		
		
		
			
					09.12.2021			
	
	KA tekur á móti HK í síðasta heimaleik ársins í handboltanum klukkan 19:30 á föstudaginn. Strákarnir unnu frábæran sigur í síðasta leik og þurfa á þínum stuðning að halda til að endurtaka leikinn
 
	
		
		
		
			
					06.12.2021			
	
	KA tók á móti Gróttu í 11. umferð Olísdeildar karla í KA-Heimilinu í gær en fyrir leikinn voru gestirnir einu stigi fyrir ofan í deildinni og ljóst að strákarnir þyrftu nauðsynlega á sigri til að lyfta sér ofar í deildinni fyrir síðari umferðina
 
	
		
		
		
			
					03.12.2021			
	
	Það er gríðarlega mikilvægur leikur hjá strákunum í handboltanum á sunnudaginn þegar Grótta mætir norður kl. 18:00. Grótta er stigi fyrir ofan okkar lið og ljóst að með sigri munu strákarnir fara uppfyrir Seltirninga í töflunni og býður Greifinn ykkur frítt á leikinn
 
	
		
		
		
			
					02.12.2021			
	
	Heimir Örn Árnason kemur inn í þjálfarateymi KA og verður þeim Jonna og Sverre til aðstoðar og halds og trausts. Handboltaunnendur ættu að þekkja Heimi en hann er fæddur og uppalinn KA maður og hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari
 
	
		
		
		
			
					29.11.2021			
	
	Meistaraflokkar KA og KA/Þórs í handbolta standa fyrir stórglæsilegur jólahappdrætti þar sem yfir 60 vinningar eru í boði. Aðeins verður dregið úr seldum miðum og því ansi góðar líkur á að detta í lukkupottinn. Dregið verður 14. desember og því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst
 
	
		
		
		
			
					27.11.2021			
	
	Kvennalandslið Íslands í handbolta tók þátt í æfingamóti í Tékklandi sem lauk í dag og átti KA/Þór alls fimm fulltrúa í hópnum. Þetta eru þær Aldís Ásta Heimisdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Rut Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir
 
	
		
		
		
			
					19.11.2021			
	
	KA tekur á móti Haukum í stórleik í Olísdeild karla á sunnudaginn klukkan 16:00. Stuðningur ykkar skiptir okkur öllu máli og tökum við því við 500 áhorfendum á leiknum gegn framvísun neikvæðs hraðprófs