Fréttir

Arnór Atlason í þjálfarateymi Álaborgar

Arnór Atlason mun leggja skóna á hilluna eftir núverandi tímabil og verður í kjölfarið aðstoðarþjálfari Álaborgar. Við óskum Arnóri til hamingju með komandi starf og þann frábæra feril sem lýkur í vor. Af þessu tilefni rifjum við upp stórleik Arnórs fyrir KA þegar liðið varð Bikarmeistari árið 2004 en hann gerði alls 12 mörk í leiknum.

Flottur útisigur KA/Þór gegn FH í dag

Seiglusigur á Stjörnunni U

KA lagði Stjörnuna U að velli í Grill 66 deild karla í handbolta í dag en leikurinn fór fram í Digranesi. Með sigrinum kemur liðið sér í betri stöðu í 2. sæti deildarinnar fyrir síðustu 2 umferðirnar og á enn tölfræðilega möguleika á toppsætinu

Stjarnan U - KA í Digranesi í dag

KA sækir Stjörnuna U heim í Grill 66 deild karla í handbolta í dag, reyndar fer leikurinn fram í Digranesi og hefst klukkan 15:00. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja liðið til sigurs enda mikilvæg 2 stig í húfi

Dagur Gautason framlengir samninginn á afmælisdaginn

Dagur Gautason skrifaði í hádeginu undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við KA. Þetta eru frábær tíðindi en pilturinn er einmitt 18 ára í dag.

Miðasala á undanúrslitaleik bikarsins | Allt sem þú þarft að vita

Smelltu á fréttina til að lesa meira

KA/Þór með öruggan sigur á Víking

Kvennalið KA/Þórs heldur áfram á sigurbraut í Grill 66 deild kvenna þegar liðið tók á móti Víkingum. Stelpurnar náðu fljótt góðu taki á leiknum en staðan í hálfleik var 19-13. Það var svo aldrei spurning í síðari hálfleik hvar sigurinn myndi enda og voru lokatölur 32-21 fyrir KA/Þór.

Leik KA/Þór-Víkings frestað til laugardags

Leik KA/Þórs við Víking í Grill 66 deild kvenna hefur verið frestað vegna veðurs

Öruggur sigur KA á Hvíta Riddaranum

Löng handboltahelgi framundan | Meistaraflokkarnir spila heimaleiki

Stór handboltahelgi er framundan í KA-heimilinu og hefst hún strax í kvöld með leik KA og Þór í 3. fl karla. Síðan á fimmtudagskvöldið kl. 19:00 þegar að KA mætir Hvíta Riddaranum í KA-heimilinu í Grill66 deild karla.