Fréttir

Jónatan áfram með KA/Þór

Jónatan Magnússon hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning sem þjálfari meistaraflokks KA/Þórs í kvennahandboltanum. Jonni hefur þjálfað liðið síðustu tvö ár, í fyrra fór liðið í úrslit umspilsins um laust sæti í efstu deild en í ár stóð liðið uppi sem sigurvegari í Grill 66 deildinni og leikur því í deild þeirra bestu á komandi tímabili

Stefán Árnason fer yfir komandi umspil

Handboltinn heldur áfram á laugardaginn þegar KA tekur á móti annaðhvort Þrótti eða HK í umspili um laust sæti í efstu deild að ári. Þróttur og HK mætast í oddaleik í kvöld um hvort liðið fer áfram og mætir KA. Stefán Árnason þjálfari KA var á dögunum í viðtali hjá Vikudegi þar sem hann fór yfir stöðuna og þökkum við Vikudegi fyrir að leyfa okkur að birta það hér á síðunni okkar

Aðalfundur Handknattleiksdeildar 17. apríl

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 17. apríl næstkomandi klukkan 18:00 Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að mæta.

4. fl. KA/Þórs Deildarmeistari í 2. deild

Stelpurnar á yngra ári í 4. flokki KA/Þórs í handbolta urðu í gær Deildarmeistarar í 2. deild þegar liðið vann 16-11 sigur á Fram í uppgjöri toppliða deildarinnar. Stelpurnar hafa verið algjörlega frábærar í vetur og er titilinn í höfn þrátt fyrir að enn séu 2 umferðir eftir í deildinni

U-16: Grátlegt tap á Vrilittos mótinu

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum yngri en 16 ára mætti Króatíu í úrslitaleik Vrilittos mótsins í Grikklandi í dag. Liðin voru saman í riðli fyrr í keppninni og vann Ísland viðureign liðanna í riðlakeppninni 26-25. Það var því ljóst að það mætti búast við hörkuúrslitaleik

U-16: Strákarnir komnir í úrslit Vrilittos Cup

Arnór Ísak Haddsson og liðsfélagar hans tryggðu sér í morgun sæti í úrslitaleik Vrilittos mótsins í Grikklandi eftir spennuþrunginn 25-24 sigur á Ísrael. Ísrael hafði unnið hinn riðilinn með því að vinna alla leiki sína en strákarnir sýndu mjög flotta frammistöðu og leika um gullið

U-16: Arnór Ísak upp úr riðlinum

U-16 ára landslið Íslands í handbolta stendur í ströngu á Vrilittos Cup í Grikklandi. Arnór Ísak Haddsson leikmaður KA er í liðinu en í dag lauk riðlakeppninni á mótinu og tryggði íslenska liðið sér sæti í undanúrslitum

Sigþór Gunnar valinn í U-20 og Dagur í U-18

Í vikunni voru gefnir út æfingahópar fyrir U-20 og U-18 ára landslið Íslands í handbolta og munu hóparnir æfa helgina 6.-8. apríl næstkomandi. Tveir leikmenn KA voru valdir og eru það þeir Sigþór Gunnar Jónsson (U-20) og Dagur Gautason (U-18)

4. flokkur karla Deildarmeistarar

4. flokkur karla á eldra ári urðu í gær Deildarmeistarar í efstu deild. Liðið tryggði sigurinn í deildinni með 8 marka sigri á nágrönnum sínum í Þór í gær, 29-21. Var þetta lokaleikur liðsins í deildinni og framundan er úrslitakeppni um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitakeppnin hefst um miðjan apríl

U-20 landslið Íslands tryggði HM sætið

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri tryggði sér um helgina sæti á HM í Ungverjalandi í sumar. Undankeppnin fór fram í Vestmannaeyjum en ásamt Íslandi léku Litháen, Makedónía og Þýskaland