Alex Cambray keppir á HM í dag

Lyftingar

Alex Cambray Orrason keppir á HM í kraftlyftingum með útbúnað í dag en mótið fer fram í Druskininkai í Litháen. Alex sem keppir fyrir lyftingadeild KA hefur verið einn allra öflugast kraftlyftingamaður landsins undanfarin ár og keppir nú á sínu öðru heimsmeistaramóti.

Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni á YouTube rás IPF en okkar maður hefur keppni kl. 12:30:

YouTube rás IPF

Fyrr á árinu keppti Alex á EM í Danmörku þar sem hann stóð sig með mikilli prýði og endaði í 5. sæti auk þess sem hann vann gull á Vestur-Evrópuleikunum í september á síðasta ári þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari bæði í sínum flokk auk í opna flokknum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is