KA stefnir á að vera í fararbroddi í þróun júdóíþróttar fyrir fólk með þroskahömlun
18.07.2025
Júdódeild KA á Akureyri hefur tekið þátt í evrópsku verkefni um aðlögun júdó fyrir einstaklinga með þroskahömlun. Eirini Fytrou, þjálfari hjá félaginu, var ein af 86 þjálfurum frá 14 löndum sem sóttu ráðstefnu í Madríd.
Eirini Fytrou frá Júdódeild KA á Akureyri var ein af þátttakendum á fyrstu ráðstefnu Judo Intellectual Disability Project (JIDP) í Madríd 10.-12. júlí. Ásamt henni var Annika Noack frá Tindastóli, en þær voru fulltrúar Íslands meðal 86 þjálfara frá 14 löndum.