Tilnefningar til íţróttafólks KA 2021

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Júdó | Blak
Tilnefningar til íţróttafólks KA 2021
Glćsilegir fulltrúar félagsins

Fimm karlar og fimm konur eru tilnefnd til íţróttakarls og íţróttakonu KA fyrir áriđ 2021. Ţetta er í annađ sinn sem verđlaunin eru afhent hvoru kyni og er mikil ánćgja međ ţá breytingu. Deildir félagsins tilnefndu ađila úr sínum röđum og verđur valiđ kunngjört á 94 ára afmćli félagsins í byrjun janúar.

Tilnefningar til íţróttakonu KA áriđ 2021

Hekla Dís Pálsdóttir - Júdó

Hekla hóf aftur keppni á árinu eftir nokkurt hlé. Ţađ var ţó ekki ađ sjá á henni ţar sem hún stóđ sig afskaplega vel á öllum ţeim mótum sem hún tók ţátt í. Hekla átti sterkt Íslandsmeistaramót fullorđinna ţar sem hún vann silfur í bćđi sínum flokki og opnum flokki, sem er virkilega gott afrek. Hún keppti svo fyrir hönd Íslands á Opna Finnska meistaramótinu í Október. Hekla er ómissandi á hverju móti bćđi sem keppandi og á hliđarlínunni fyrir ađra keppendur ţar sem hún styđur og hvetur af áfergju.

Karen María Sigurgeirsdóttir – fótbolti

Karen María byrjađi áriđ á ađ vera valin í ćfingahóp A-landsliđsins og í kjölfariđ tók hún ţátt í Kjarnafćđismótinu og Lengjubikarnum međ Ţór/KA. Í sumar spilađi hún alla leiki Ţór/KA og var markahćsti leikmađur liđsins međ 5 mörk. Eftir fimm tímabil međ Ţór/KA ákvađ Karen María loks ađ skipta yfir í Breiđablik. Međ Breiđablik tók hún ţátt í riđlakeppni Meistaradeildar Evrópu og mćtti ţar stórliđunum Real Madrid, PSG og WFC Kharkiv.

Paula del Olmo Gómez - blak

Blakdeildin tilnefnir Paulu del Olmo Gomes sem íţróttakonu KA. Paula átti frábćrt tímabil síđasta vetur, ţar náđi hún ađ skora flest stig í Mizuno deildinn eđa 351 stig einnig var hún ein af ţeim efstu í móttöku og blokk stigum. Ţetta gerir Paulu ađ besta alhliđar leikmanni deildarinnar. Á síđasta tímabili leiddi Paula liđ KA í úrslita leik Kjörísbikarsins ţar sem KA endađi í 2. sćti, eftir ađ hafa unniđ alla titla áriđ áđur. Paula náđi einnig á árinu 3. sćti á Íslandsmótinu í strandblaki. Paula er einnig frábćr fyrirmynd innan sem utan vallar sem hefur lađađ ađ fjölda iđkenda síđustu ár.

Rakel Sara Elvarsdóttir – handbolti

Rakel Sara Elvarsdóttir, ađeins 18 ára gömul, átti stórkostlegt tímabil međ KA/Ţór ţegar hún og stöllur hennar lönduđu öllum fjórum stóru titlunum sem í bođi eru, Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar ásamt ţví ađ verđa meistarar meistaranna. Rakel vakti verđskuldađa athygli fyrir framgöngu sína inná vellinum í Olísdeildinni en hún skorađi međal annars 11 mörk úr 12 skotum í úrslitaleik viđ Fram um deildarmeistaratitilinn og skorađi mörg mikilvćg mörk í úrslitakeppninni gegn ÍBV og Val. Rakel var valin efnilegasti leikmađur Olísdeildarinnar 2021 og var valin í fyrsta sinn í A-landsliđiđ núna í lok nóvember. Ţá fór hún fyrir góđu liđi U19 ára landsliđs Íslands á EM í Makedóníu í sumar.

Rut Jónsdóttir - handbolti

Rut Jónsdóttir er lykilleikmađur í meistaraliđi KA/Ţór sem er handhafi allra titla sem í bođi eru á Íslandi í handknattleik kvenna. Hún var valin besti leikmađur Olísdeildar kvenna en Rut kom eins og stormsveipur inn í deildina eftir 12 ára atvinnumannaferil. Rut er ekki bara stórkostlegur leikmađur heldur lyftir hún samherjum sínum einnig upp á hćrra plan og er heldur betur vel ađ verđlaununum komin. Ekki nóg međ ađ vera valin besti leikmađurinn á lokahófi HSÍ ţá fékk hún einnig Sigríđarbikarinn auk ţess ađ vera valin besti sóknarmađurinn. Rut er lykilleikmađur í íslenska A-landsliđinu.

Tilnefningar til íţróttakarls KA áriđ 2021

Alexander Arnar Ţórisson - blak

Blakdeildin tilnefnir Alexander Arnar Ţórisson sem íţróttakarl KA. Alexander var einn af burđarstólpum KA liđsins á síđasta tímabili sem og fyrri ár. Alexander hefur unniđ alla titla međ KA sem í bođi eru á Íslandi undanfarin ár. Á síđasta tímabili náđi liđ KA í úrslit um íslandmeistartitilinn en hafnađi í 2 sćti. Eftir tímabiliđ var Alexander valinn í liđ ársins í stöđu miđju og hafđi ţar betur viđ marga góđa leikmenn. Undanfarin ár hefur Alexander átt sćti í landsliđi í íslands en engin verkefni hafa veriđ ţar vegna Covid. En hann var valinn í ćfingahóp fyrir komandi verkefni landsliđsins um áramótin.

Árni Bragi Eyjólfsson - handbolti

Árni Bragi Eyjólfsson var besti leikmađur KA tímabiliđ 2020-2021 í Olísdeild karla. Hann fór fyrir liđinu sem komst í fyrsta sinn í úrslitakeppni frá ţví ađ KA hóf ađ leika aftur handknattleik í karlaflokki. Ţá var hann valinn besti leikmađur Olísdeildar karla en Árni Bragi átti stórbrotiđ tímabil og má međ sanni segja ađ hann hafi hrifiđ hug og hjörtu KA-manna í vetur. Árni rakađi heldur betur til sín verđlaununum á lokahófi HSÍ en hann varđ markakóngur deildarinnar, var valinn besti sóknarmađur, fékk Valdimarsbikarinn og uppskar Háttvísisverđlaun HSÍ.

Brynjar Ingi Bjarnason - fótbolti

Brynjar Ingi Bjarnason er tilnefndur af knattspyrnudeild KA til Íţróttamanns KA. Brynjar Ingi er ađeins 22 ára gamall miđvörđur sem lék ellefu leiki fyrir KA í sumar í efstu deild karla. Frammistađa Brynjars Inga vakti heldur betur mikla athygli en hann er virkilega góđur knattspyrnumađur sem sóknarmenn annarra liđa óttast. Í júlí var Brynjar Ingi Bjarnason seldur frá KA til Lecce í ítölsku B-deildinni og ţađan til Norska stórliđsins Vĺlerenga.

Brynjar er fyrsti KA-mađurinn síđan Ţorvaldur Örlygsson var seldur, sem er seldur beint frá KA í erlent liđ. Auk ţess var Brynjar Ingi valinn í A-landsliđ karla á árinu, ţar sem hann fékk óvćnt tćkifćri en sýndi ţar gríđarlega góđa leiki og er búinn ađ vinna sér fast sćti í byrjunarliđi landsliđsins međ frábćrum frammistöđum. Hann lék hvorki fleiri né fćrri en 10 A-landsliđsleiki á árinu og skorađi tvö mörk!

Gylfi Rúnar Edduson - Júdó

Gylfi fćrđist upp um aldurs og ţyngdarflokk í byrjun árs og getur ţađ oft tekiđ tíma ađ ađlagast ţví. Hann tók áskoruninni hins vegar fagnandi og komst á pall í öllum keppnum hérlendis, vann ţar á međal silfur á Íslandsmeistaramóti unglinga og gull á haustmóti JSÍ. Gylfi klárađi svo gott ár međ ađ keppa fyrir hönd Íslands á opna Finnska meistaramótinu í Október. Ofan á góđan árangur er Gylfi gefandi iđkandi og bćtir sig og ađra á hverri ćfingu.

Steinţór Már Auđunsson - fótbolti

Steinţór Már Auđunsson er tilnefndur fyrir hönd knattspyrnudeildar KA til Íţróttakarls KA en Steinţór Már er markvörđur, fćddur áriđ 1990. Steinţór kom í KA fyrir tímabiliđ og er saga hans hálfgerđ öskubuskusaga. Steinţór er uppalinn í KA en spilađi međ Magna, Völsung, Dalvík/Reyni og Ţór á meistaraflokksárunum. Steinţór kom í KA fyrir tímabiliđ 2021 og var hugsađur sem varamarkvörđur. Hinsvegar fer ekki alltaf allt eins og ţađ á ađ fara og Steinţór hóf leik í marki KA í upphafi tímabils og stóđ sig frábćrlega, frá fyrsta leik til hins síđasta. Steinţór fékk mikiđ lof frá íslenskum fótboltasérfrćđingum og var besti leikmađur KA sem rétt missti af ţriđja sćtinu í Pepsi-deildinni. KA endađi í fjórđa sćti deildarinnar og fékk á sig nćst fćst mörkin í deildinni, ađeins 20 mörk í 22 leikjum og var ţađ Steinţóri oft ađ ţakka.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is