Þjálfari Júdódeildar KA tekur þátt í sögulegum viðburði í Róm
			
					30.10.2025			
	
	Eirini Fytrou, aðalþjálfari júdódeildar KA, var meðal þátttakenda á fyrsta námskeiði IJF Academy sem var eingöngu ætlað konum. Þessi sögulegi viðburður fór fram í Ólympíumiðstöðinni í Ostia á Ítalíu dagana 20.-25. október. Viðburðurinn markaði tímamót fyrir konur í júdóheiminum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
