10.03.2020
Karen María Sigurgeirsdóttir lék þrjá æfingaleiki með U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu á dögunum. Leikirnir voru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðil um sæti á lokakeppni EM í apríl þar sem liðið mætir Hollandi, Skotlandi og Rúmeníu
07.03.2020
KA sækir Víking heim í Lengjubikarnum klukkan 16:00 í dag en liðin leika einmitt bæði í Pepsi Max deildinni og ljóst að leikurinn verður góð prófraun fyrir liðið í undirbúningnum fyrir komandi sumar. KA tapaði gegn Keflavík í síðasta leik og klárt að strákarnir vilja svara fyrir það
29.02.2020
Keflvíkingar báru sigurorð af KA í Boganum í dag. KA leiddi 1-0 í hálfleik en gestirnir sem voru betri aðilinn í dag skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik og unnu verðskuldaðan sigur 1-2.
25.02.2020
Sindri Sigurðsson hefur verið valinn á úrtaksæfingar hjá U15 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Sindri er gríðarlega öflugur strákur sem lék meðal annars sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KA nú í desember er liðið mætti KA2 í Kjarnafæðismótinu
25.02.2020
Knattspyrnudeild KA boðar til aðalfundar miðvikudaginn 11. mars kl 18:30 í KA-Heimilinu
25.02.2020
KA á tvo fulltrúa í U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem mun æfa dagana 3.-5. mars næstkomandi. Þetta eru þeir Adam Örn Guðmundsson og Sveinn Margeir Hauksson en báðir hafa þeir leikið stórt hlutverk í meistaraflokksliði KA á undirbúningstímabilinu
23.02.2020
KA lék sinn annan leik í Lengjubikarnum er liðið sótti Fram heim í Egilshöllina. KA hafði gert 1-1 jafntefli gegn Fylki í opnunarleik sínum og þurfti því á sigri að halda gegn Fram sem leikur í 1. deildinni á komandi sumri. Aðeins efsta liðið í hverjum riðli í Lengjubikarnum fer áfram í undanúrslitin
22.02.2020
Baráttan í Lengjubikarnum heldur áfram í dag þegar KA sækir Fram heim í Egilshöllina klukkan 15:15. Leikurinn er liður í annarri umferð Lengjubikarsins en KA gerði 1-1 jafntefli gegn Fylki um síðustu helgi. Framarar töpuðu hinsvegar fyrir Keflvíkingum í sínum leik
21.02.2020
KA og Stefna hafa undanfarin ár staðið fyrir Stefnumótum fyrir yngri flokka í fótbolta. Mótin hafa heldur betur slegið í gegn og lið hvaðanæva af landinu tekið þátt. Um helgina fer fram mót hjá 3. flokki karla en leikið er í Boganum sem og á KA-vellinum
19.02.2020
Þá er komið að síðustu föstudagsframsögunni í bili en Óli Stefán Flóventsson þjálfari knattspyrnuliðs KA mun þá fræða okkur um komandi fótboltasumar auk þess sem hann mun kynna nýjustu liðsmenn KA liðsins sem undirbýr sig fyrir fjórða árið í röð í efstu deild