Fréttir

KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins

Það verður heldur betur alvöru leikur í Boganum á laugardaginn kl. 13:30 þegar KA og Þór mætast í Kjarnafæðismótinu. Stilla má leiknum upp sem úrslitaleik mótsins en KA er með fullt hús stiga eftir fimm leiki og dugir jafntefli til að tryggja sigur sinn í mótinu

Sannfærandi sigur KA á Dalvík/Reyni

KA og Dalvík/Reynir mættust í næstsíðustu umferð Kjarnafæðismótsins í fótbolta í Boganum í dag. Fyrir leikinn voru bæði lið án taps en KA var með fullt hús stiga á sama tíma og Dalvík/Reynir var með 8 stig eftir tvo sigra og tvö jafntefli

KA mætir Dalvík/Reyni í Boganum í dag

Baráttan á Kjarnafæðismótinu heldur áfram í dag þegar KA mætir Dalvík/Reyni í næstsíðustu umferð mótsins klukkan 17:00 í Boganum. KA hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa og er á toppnum en það er ljóst að strákarnir þurfa að sækja til sigurs í dag

Sjóvá styrkir knattspyrnudeild KA næstu 2 árin

Sjóvá og knattspyrnudeild KA undirrituðu í dag nýjan tveggja ára styrktarsamning. Sjóvá hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar og erum við afar þakklát þeim fyrir áframhaldandi samstarf sem mun skipta miklu máli í knattspyrnustarfinu

Þrjár KA stelpur á úrtaksæfingum landsliða

KA á þrjá fulltrúa á komandi úrtaksæfingum fyrir yngri landslið kvenna í knattspyrnu. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir var valin í U17 ára hópinn, Iðunn Rán Gunnarsdóttir í U16 og þá var hún Tanía Sól Hjartardóttir valin í U15 ára hópinn

Gunnlaugur Rafn æfir hjá Bærum SK

Knattspyrnumaðurinn Gunnlaugur Rafn Ingvarsson æfir um þessar mundir hjá norska liðinu Bærum SK. Gunnlaugur sem verður 17 ára á árinu er mikið efni og ljóst að þetta er mikil viðurkenning fyrir hann að fá þetta tækifæri

33 fulltrúar KA í afreks- og hæfileikamótun KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands verður í vikunni með afreksæfingar fyrir stráka og stelpur fædd 2004-2005 sem og hæfileikamótun fyrir stráka og stelpur fædd 2006-2007. Það má með sanni segja að fulltrúar KA skipi ansi stóran hluta en alls koma 33 fulltrúar frá KA að æfingunum

Þór/KA valtaði yfir Hamrana

Það var heldur betur nágranna- eða vinaslagur í Boganum í dag er Þór/KA og Hamrarnir mættust í Kjarnafæðismóti kvenna. Bæði lið höfðu unnið góðan sigur í fyrstu umferð mótsins og var um áhugaverða viðureign að ræða

Þór/KA og Hamrarnir mætast í dag

Það má búast við fjörugum leik í Boganum í dag þegar Þór/KA og Hamrarnir mætast í Kjarnafæðismóti kvenna klukkan 15:15. Bæði lið unnu sannfærandi sigur í sínum fyrsta leik á mótinu auk þess sem að liðin þekkjast ansi vel

KA lagði Leikni F. að velli 3-0

KA vann góðan 3-0 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði er liðin mættust í Boganum í dag í Kjarnafæðismótinu. KA var fyrir leikinn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en þurfti á sigri að halda til að endurheimta toppsætið í mótinu og það tókst