10.01.2020
Karen María Sigurgeirsdóttir var á dögunum valin í U-19 ára landslið Íslands í knattspyrnu. Karen María er lykilmaður í liðinu en á dögunum komst liðið áfram úr undanriðli EM. Hún hefur leikið 7 landsleiki með U-19 ára liðinu og skorað í þeim tvö mörk
10.01.2020
Ottó Björn Óðinsson og Sveinn Margeir Hauksson voru á dögunum valdir í U19 ára landslið Íslands. Hópurinn mun koma saman og æfa dagana 13.-15. janúar næstkomandi en þjálfari liðsins er enginn annar en Þorvaldur Örlygsson
10.01.2020
Bjarni Mark Antonsson var í dag valinn í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem mun leika tvo æfingaleiki í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta skiptið sem Bjarni er valinn í A-landsliðið og óskum við honum innilega til hamingju með valið
10.01.2020
Kjarnafæðismótið í knattspyrnu heldur áfram í kvöld þegar KA mætir Magna klukkan 19:00 í Boganum. Leikurinn er liður í þriðju umferð mótsins og er KA liðið með fullt hús stiga eftir sannfærandi sigra á Völsung og KA2
06.01.2020
Angantýr Máni Gautason framlengdi í dag samning sínum við knattspyrnudeild KA út sumarið 2022. Angantýr sem verður tvítugur á næstu dögum er uppalinn hjá félaginu og er bæði öflugur leikmaður sem og flottur karakter utan vallar
04.01.2020
Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið
03.01.2020
Þorri Mar Þórisson framlengdi í dag samning sínum við knattspyrnudeild KA út sumarið 2022. Þorri sem er tvítugur að aldri er öflugur leikmaður og er frábært að halda honum innan okkar raða
30.12.2019
KA á tvo fulltrúa í æfingahópum U16 og U17 ára landsliða Íslands í knattspyrnu. Björgvin Máni Bjarnason var valinn í U16 og Einar Ari Ármannsson var valinn í U17. Báðir voru þeir á úrtaksæfingum í desember og hafa nú verið valdir í sjálfan æfingahópinn
21.12.2019
KA vann 5-1 sigur á KA2 í Kjarnafæðismótinu á dögunum en leikurinn var liður í 2. umferð mótsins. KA er eitt á toppi A-deildar með fullt hús stiga eftir leikinn en framundan eru fjórir leikir í mótinu eftir áramót
18.12.2019
Nökkvi Þeyr Þórisson framlengdi í dag samningi sínum við knattspyrnudeild KA út sumarið 2022. Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir enda er Nökkvi gríðarlega öflugur leikmaður þrátt fyrir að vera einungis tvítugur að aldri