Fréttir

Jibril Abubakar á láni til KA

Knattspyrnudeild KA hefur fengið Jibril Abubakar að láni frá danska úrvalsdeildarliðinu FC Mydtjylland og mun hann leika með KA út ágúst mánuð. Jibril er tvítugur sóknarmaður og er 193 cm á hæð. Hann hefur vakið áhuga stórliða í Evrópu með frammistöðu sinni með U19 ára liði Mydtjylland í Evrópukeppni síðasta tímabil

Anna Rakel í A-landsliðið og Karen María í U19

Anna Rakel Pétursdóttir var valin í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í Pinatar Cup í byrjun mars en Ísland mætir þar Norður Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Anna Rakel sem leikur í dag með IK Uppsala í Svíþjóð hefur leikið 6 landsleiki fyrir Ísland

Tómas Veigar lánaður í Magna

Tómas Veigar Eiríksson skrifaði í gær undir lánssamning hjá Magna og mun hann því leika á Grenivík á komandi sumri. Tómas verður 22 ára síðar í mánuðinum og er afar spennandi miðjumaður en hann framlengdi samningi sínum við KA út árið 2021 fyrir skömmu

Þrjár úr Þór/KA á úrtaksæfingum U15

Þór/KA á þrjá fulltrúa á úrtaksæfingum U15 ára landsliðs kvenna sem fara fram dagana 24.-26. febrúar næstkomandi. Lúðvík Gunnarsson er þjálfari landsliðsins og mun því stýra æfingunum sem fara fram í Skessunni í Kaplakrika

Glæsimark Almarrs gegn Fylki (myndir)

KA hóf leik í Lengjubikarnum í fótbolta í gær er liðið tók á móti Fylki. Þarna mættust tvö lið úr Pepsi Max deildinni og má með sanni segja að töluverð eftirvænting hafi verið fyrir leiknum. Undanfarnar viðureignir liðanna hafa verið fjörugar og boðið upp á þó nokkuð af mörkum

Fjórar úr Þór/KA á úrtaksæfingum U16

Þór/KA á fjóra fulltrúa á úrtaksæfingum U16 ára landsliðs kvenna sem fara fram dagana 26.-28. febrúar næstkomandi. Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari landsliðsins og mun því stýra æfingunum sem fara fram í Skessunni í Kaplakrika

Gunnar Örvar aftur til liðs við KA

Gunnar Örvar Stefánsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild KA og er því klár í slaginn fyrir baráttuna í Pepsi Max deildinni í sumar. Gunnar sem verður 26 ára á árinu er stór og stæðilegur framherji sem hefur leikið með KA á undirbúningstímabilinu og staðið sig með prýði

Mikk­el Qvist á láni til KA

Knattspyrnudeild KA hefur fengið góðan liðsstyrk en Mikkel Qvist hefur skrifað undir lánssamning við liðið. Qvist kemur frá danska úrvalsdeildarliðinu Horsens og mun hann leika með KA út ágúst mánuð

KA vann Þór 5-1 og er Kjarnafæðismótsmeistari

KA og Þór mættust í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í Boganum á laugardaginn. KA dugði jafntefli til að tryggja sigur sinn á mótinu en liðið var með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leiki sína á mótinu og stillti Óli Stefán Flóventsson upp sterku liði í bæjarslagnum

Myndaveislur frá leikjum KA og Þórs

KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins á morgun klukkan 13:30 í Boganum. Af því tilefni fengum við aragrúa af myndum frá Þóri Tryggvasyni ljósmyndara frá síðustu viðureignum liðanna í deildarkeppni