24.03.2020
Árið 1991 endurtók KA leikinn frá árinu 1988 og vann sigur á N1 mótinu sem þá hét Esso-mótið. Að vísu gerðu KA strákarnir enn betur því bæði vannst sigur í keppni A-liða og D-liða og var þetta því annar sigur KA á mótinu sem fyrst fór fram sumarið 1987. Þjálfari strákanna var Jóhannes Gunnar Bjarnason
23.03.2020
N1 mót KA í knattspyrnu er í dag stærsta yngriflokka mót landsins en þar leika strákar í 5. flokki listir sínar. Mótið var fyrst haldið sumarið 1987 og bar þá nafnið Esso-mótið og hefur því sami styrktaraðili verið bakvið mótið með okkur KA mönnum frá upphafi sem er ómetanlegt og hlökkum við til að halda áfram þeirri samvinnu
20.03.2020
KA kom öllum á óvart sumarið 1989 þegar liðið hampaði Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu í fyrsta skiptið. Framganga liðsins er eitt af mestu ævintýrum í íslenskri knattspyrnu og gaf þar tóninn að vígi Reykjavíkurrisanna væri langt frá því að vera óvinnandi
19.03.2020
Knattspyrnufélag Akureyrar eignaðist sína fyrstu Íslandsmeistara á stórum velli í knattspyrnu sumarið 1988 þegar 2. flokkur kvenna gerði sér lítið fyrir og vann alla leiki sína og hampaði titlinum stóra. Reyndar hafði 6. flokkur karla hampað óopinberum Íslandsmeistaratitli árið 1985 en sigur stúlknanna var sá fyrsti sem er talinn á opinberu móti
18.03.2020
Í tilefni af 30 ára afmælis Íslandsmeistaratitils KA í knattspyrnu fór KA af stað með sölu á sérstökum afmælistreyjum af varatreyju liðsins árið 1989. Liðið lék einmitt í bláu treyjunum góðu þegar titillinn var tryggður í Keflavík í lokaumferðinni. Á afmælistreyjunni eru áletruð úrslit sem og dagssetning leiksins og á bakinu stendur smátt Lifi Fyrir KA
17.03.2020
KA lék í fyrsta skiptið í Evrópukeppni í knattspyrnu sumarið 1990 þegar liðið tók þátt í Evrópukeppni meistaraliða eftir að hafa hampað Íslandsmeistaratitlinum sumarið 1989. KA liðið fékk ansi erfitt verkefni en andstæðingar liðsins voru hinir margföldu búlgörsku meistarar CSKA Sofia
15.03.2020
Sumarið 2001 verður lengi í minnum haft hjá þeim sem koma að Knattspyrnufélagi Akureyrar. Eftir fall úr efstu deild sumarið 1992 hafði KA verið fast í næst efstu deild og það með misjöfnum árangri. Litlu munaði sumarið áður en núna var hinsvegar komið að því, liðið ætlaði sér upp og sýna og sanna að félagið ætti heima í efstu deild
13.03.2020
KA lauk þátt í Lengjubikarnum í gærkvöldi er liðið mætti Magna frá Grenivík. KA liðið hafði átt tvo slaka leiki í röð og átti því ekki lengur möguleika á að fara uppúr riðlinum
12.03.2020
Knattspyrnu- og blakdeild KA gerðu á dögunum samning við Errea og munu því deildirnar leika í Errea klæðnaði næstu fjögur árin. Nú er hafin forpöntun á heimasíðu Errea með varatreyju yngriflokka KA í knattspyrnu
12.03.2020
KA mætir Magna í lokaleik liðanna í Lengjubikarnum klukkan 20:00 í Boganum í kvöld. KA liðið er staðráðið í að svara fyrir síðustu tvo leiki sína sem hafa báðir tapast og ljóst að strákarnir vilja klára mótið með stæl