Fréttir

Knattspyrnuskóli KA verður 17.-19. des

KA verður með knattspyrnuskóla dagana 17.-19. desember næstkomandi fyrir krakka sem ætla sér alla leið í fótboltanum. Skólinn verður í Boganum, er haldinn af meistaraflokki KA og er fyrir stráka og stelpur fædd 2006-2013. Mikil ánægja var með skólann í fyrra en um 100 krakkar tóku þá þátt og byggjum við ofan á þann góða grunn

Fótboltaæfingar falla niður hjá yngstu krökkunum í dag!

Fótboltaæfingar hjá 8. flokk, 7. flokk og 6. flokk falla niður í dag v/ veðurs!

Kjarnafæðismótið hefst um helgina (leikjaplan)

Kjarnafæðismótið í knattspyrnu hefst um helgina en þá mætast KA2 og Þór í Boganum á sunnudag klukkan 13:15. Mótið í ár hefur aldrei verið stærra en alls taka átján lið þátt í mótinu í þremur deildum en KA teflir fram þremur liðum í ár í karlaflokki

Bose mótið gert upp af þjálfarateymi KA

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu tók þátt í Bose mótinu núna í nóvember og spiluðu þeir 3 leiki á Höfuðborgarsvæðinu 3 helgar í röð. Þetta er í fyrsta skipti sem KA tekur þátt í þessu móti en við unnum okkur rétt til þess með því að lenda í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar í sumar

Þjálfarateymi KA klárt fyrir sumarið

Knattspyrnudeild KA hefur gengið frá þjálfaramálum fyrir komandi baráttu í Pepsi Max deildinni. Óli Stefán Flóventsson er að sjálfsögðu áfram aðalþjálfari liðsins en honum til aðstoðar verða þeir Hallgrímur Jónasson og Pétur Heiðar Kristjánsson

Afmælistreyja Íslandsmeistaratitils KA 1989

Í tilefni 30 ára afmælis Íslandsmeistaratitils KA í knattspyrnu er nú komin í sölu glæsileg afmælisútgáfa af varatreyju KA liðsins árið 1989. Á treyjunni er áletruð úrslit KA í lokaumferðinni sem og dagssetning leiksins

Jólabingó yngriflokka KA á sunnudaginn

Yngri flokkar KA í knattspyrnu verða með stórskemmtilegt jólabingó í Naustaskóla sunnudaginn 24. nóvember næstkomandi klukkan 14:00. Þessi fjáröflun hefur slegið í gegn undanfarin ár og eru að sjálfsögðu allir velkomnir á þennan skemmtilega viðburð

KA lagði Breiðablik að velli í Bose mótinu

KA lék sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu í gær er liðið sótti Breiðablik heim í Bose mótinu. Liðin leika í 1. riðli en einnig eru Stjarnan og Valur í þeim riðli. Aðeins efsta liðið fer áfram í úrslitaleikinn og því skiptir hver leikur ansi miklu máli í þeirri baráttu

Bose mótið hefst á morgun, Breiðablik - KA

KA tekur þátt í Bose mótinu í ár og er fyrsti leikur liðsins á morgun gegn Breiðablik á Kópavogsvelli klukkan 14:00. KA leikur í riðli 1 en þar leika KA, Breiðablik, Stjarnan og Valur. Aðeins efsta liðið mun fara áfram og leikur úrslitaleik gegn efsta liðinu í riðli 2

Einar Ari á úrtaksæfingar U17

Einar Ari Ármannsson hefur verið valinn á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Strákarnir munu æfa dagana 25.-27. nóvember næstkomandi í Skessunni í Hafnarfirði undir stjórn Davíðs Snorra Jónassonar þjálfara landsliðsins