Fréttir

Steinþór Freyr framlengir um eitt ár

Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið

Þorri Mar framlengir við KA út 2022

Þorri Mar Þórisson framlengdi í dag samning sínum við knattspyrnudeild KA út sumarið 2022. Þorri sem er tvítugur að aldri er öflugur leikmaður og er frábært að halda honum innan okkar raða

Björgvin Máni í U16 og Einar Ari í U17

KA á tvo fulltrúa í æfingahópum U16 og U17 ára landsliða Íslands í knattspyrnu. Björgvin Máni Bjarnason var valinn í U16 og Einar Ari Ármannsson var valinn í U17. Báðir voru þeir á úrtaksæfingum í desember og hafa nú verið valdir í sjálfan æfingahópinn

Hákon og Sindri léku sinn fyrsta leik

KA vann 5-1 sigur á KA2 í Kjarnafæðismótinu á dögunum en leikurinn var liður í 2. umferð mótsins. KA er eitt á toppi A-deildar með fullt hús stiga eftir leikinn en framundan eru fjórir leikir í mótinu eftir áramót

Nökkvi Þeyr framlengir við KA út 2022

Nökkvi Þeyr Þórisson framlengdi í dag samningi sínum við knattspyrnudeild KA út sumarið 2022. Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir enda er Nökkvi gríðarlega öflugur leikmaður þrátt fyrir að vera einungis tvítugur að aldri

Knattspyrnuskóli KA hefst í dag

Knattspyrnuskóli KA fyrir krakka fædd 2006-2013 hefst í dag þriðjudag og er enn hægt að skrá sig. Skólinn verður í Boganum og er haldinn af meistaraflokki KA. Mikil ánægja var með skólann í fyrra en um 100 krakkar tóku þá þátt og byggjum við ofan á þann góða grunn

Anna Rakel til liðs við IK Uppsala

Anna Rakel Pétursdóttir hefur skrifað undir samning við sænska liðið IK Uppsala og mun því leika með því á komandi tímabili. Anna Rakel gengur til liðs við Uppsala frá Linköpings en hún lék 18 leiki með liðinu á nýliðinni leiktíð þar sem Linköping endaði í 5. sæti

Stórsigur í fyrsta leik Kjarnafæðismótsins

KA hóf leik í Kjarnafæðismótinu í dag er liðið mætti Völsung í Boganum. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Bjarni Aðalsteinsson sem kom KA liðinu á bragðið í upphafi síðari hálfleiks með tveimur glæsimörkum úr aukaspyrnum með aðeins mínútu millibili

KA hefur leik í Kjarnafæðismótinu í dag

KA hefur leik á Kjarnafæðismótinu í dag þegar liðið mætir Völsung í Boganum klukkan 15:15. Það verður spennandi að sjá stöðuna á liðinu svona snemma á undirbúningstímabilinu og hvetjum við alla sem geta til að mæta á leikinn

Gabriela Guillén til liðs við Þór/KA

Stjórn Þórs/KA hefur samið Gabrielu Guillén Alvarez, eða Gaby Guillén eins og hún er kölluð. Hún mun koma til liðsins um miðjan febrúar