Fréttir

KA Podcastið: Sigurglaðir Almarr og Jón Heiðar

Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni en Hjalti Hreinsson fær til sín ansi hressa og skemmtilega gesti þessa vikuna. Almarr Ormarsson og Jón Heiðar Sigurðsson líta við en báðir fögnuðu þeir góðum sigri um helgina

Sætur sigur á Víkingi í markaleik

KA sigraði bikarmeistara Víkings í dag í Fossvoginum í 21.umferð Pepsi Max deildarinnar. KA leiddi 0-1 í hálfleik en síðari hálfleikur var mikil skemmtun og lauk leiknum með 2-3 sigri KA.

Myndaveislur frá leik KA og HK

KA tók á móti HK á Greifavellinum á sunnudaginn en leikurinn var næstsíðasti heimaleikur sumarsins hjá liðinu í Pepsi Max deildinni. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir snemma leiks en gestirnir jöfnuðu metin seint í uppbótartíma og lokatölur því 1-1

Svekkjandi jafntefli gegn HK

KA gerði í dag 1-1 jafntefli við HK á Greifavellinum í 20.umferð Pepsi Max deildarinnar. Gestirnir í HK skoruðu jöfnunarmarkið á síðustu sekúndu leiksins þegar að uppgefin uppbótartími var liðin.

Daði og Haddi hita upp fyrir leiki dagsins

Bæði karlalið KA í handbolta og fótbolta leika heimaleik í dag. Dagurinn byrjar kl. 16:45 á Greifavellinum þar sem KA tekur á móti HK í Pepsi Max deildinni. Í kjölfarið tekur KA á móti Haukum í KA-Heimilinu kl. 20:00

Hulda og Arna hita upp fyrir leiki helgarinnar

KA/Þór leikur sinn fyrsta heimaleik í vetur kl. 14:30 á laugardaginn þegar liðið fær Fram í heimsókn og Þór/KA leikur sinn síðasta heimaleik í sumar þegar þær fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn. Í tilefni leikjanna mættust þær Hulda Bryndís (KA/Þór) og Arna Sif (Þór/KA) í skemmtilegri keppni þar sem þær spreyta sig í handbolta og fótbolta

7 fulltrúar KA í Hæfileikamótun KSÍ

Dagana 21.-22. september næstkomandi fer fram Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stráka fædda árin 2005 og 2006. Ljóst er að þetta er frábært tækifæri fyrir metnaðarfulla leikmenn en strákunum verður skipt upp í nokkur lið og munu fá góða leiðsögn frá sérfræðingum á vegum KSÍ

Risaleikur í Grindavík í dag

Það er heldur betur mikið undir í Grindavík í dag þegar KA sækir Grindvíkinga heim í 19. umferð Pepsi Max deildar karla. Fyrir leikinn eru heimamenn í fallsæti með 18 stig en KA er sæti ofar með 21 stig. Það eru því heldur betur mikilvæg stig í boði fyrir bæði lið en aðeins þrír leikir eru eftir í deildinni að þessum leik loknum

Hópferð á Grindavík - KA

Það er gríðarlega mikilvægur leikur framundan í Pepsi Max deild karla þegar KA sækir Grindavík heim á laugardaginn. Aðeins þremur stigum munar á liðunum þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. Grindvíkingar sitja í fallsæti og munu jafna KA að stigum með sigri

Iðunn, Ísabella og Tanía valdar í Hæfileikamótun KSÍ

N1 og KSÍ standa að metnaðarfullri hæfileikamótun og hefur Lúðvík Gunnarsson yfirmaður verkefnisins nú valið 66 efnilegar stelpur fæddar árin 2005 og 2006. Stelpurnar munu koma saman í Kórnum í Kópavogi dagana 14.-15. september og fá þar faglega þjálfun sem mun klárlega gagnast þeim í framtíðinni