12.09.2020
Á morgun er komið að úrslitastundinni í Ofurbikarnum í blaki sem fer fram hér á Akureyri um helgina. Karlalið KA tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á morgun og virðist liðið vera að koma sér betur og betur í takt eftir tap í fyrsta leik mótsins
12.09.2020
Avis bílaleiga og Blakdeild KA hafa framlengt samning sinn og því ljóst að blakliðin okkar öflugu njóta því áfram góðs stuðnings frá Avis í vetur. Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir enda hefur Avis verið einn stærsti styrktaraðili Blakdeildar undanfarin ár
10.09.2020
Blaktímabilið hefst um helgina hér á Akureyri þegar Ofurbikarinn fer fram. Þar keppa fimm lið í karla- og kvennaflokki. Mótið hefst á föstudaginn en þá verður leikið í Naustaskóla og í Höllinni. Á laugardag og sunnudag er svo leikið í Höllinni og KA-Heimilinu
01.09.2020
Vetrarstarfið er komið á fullt í blakinu og viljum við bjóða alla áhugasama velkomna að koma og prófa.
24.07.2020
Blakdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games verður með blakmót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótin eru tvö og ættu því allir að geta tekið þátt í fjörinu og tilvalið að hreyfa sig aðeins um helgina í góðum félagsskap
13.07.2020
Kvennalið KA í blaki hefur borist mikill liðsstyrkur en Sigdís Lind Sigurðardóttir hefur skrifað undir hjá félaginu. Sigdís er 23 ára gömul og gengur til liðs við KA frá Kolding VK í Danmörku og ljóst að koma hennar mun styrkja KA liðið mikið en hún spilar miðju
13.07.2020
Karlalið KA hefur fengið góðan liðsstyrk en André Collin hefur skrifað undir samning hjá félaginu og mun bæði leika með liðinu sem og koma að þjálfun karla- og kvennaliðs KA. Collin sem er 41 árs og 1,94 metrar á hæð er reynslumikill leikmaður og hefur verið gríðarlega sigursæll bæði á Spáni og í Brasilíu
31.05.2020
Kvennalið KA í blaki varði Deildarmeistaratitilinn í vetur en stelpurnar unnu 13 af 14 leikjum sínum í deildinni og stóðu uppi sem verðskuldaðir meistarar. Það er þó óhætt að segja að sigurgleðin hafi verið furðuleg en blaktímabilinu var slaufað þegar ein umferð var eftir af deildinni og úrslitakeppnin framundan
20.05.2020
Blaksamband Íslands tilkynnti í dag úrvalslið ársins og á KA alls þrjá fulltrúa í liðunum. Kvennamegin var Helena Kristín Gunnarsdóttir valin á kantinn auk þess sem hún var valin besti leikmaðurinn. Jóna Margrét Arnarsdóttir var valin besti uppspilarinn auk þess að vera efnilegasti leikmaðurin
19.05.2020
Blakdeild KA verður með strandblaksæfingar í Kjarnaskógi í sumar fyrir krakkana og mun Paula del Olmo sjá um þjálfunina. Æfingarnar munu fara fram í júní og júlí og eru æfingjagjöldin 30.000 krónur á hvern iðkanda fyrir mánuðina saman en stakur mánuður er á 20.000 krónur