10.11.2018
Karla- og kvennalið KA í blaki sækja Aftureldingu heim í Mizunodeildunum í blaki í dag. Strákarnir ríða á vaðið klukkan 13:30 og stelpurnar fylgja svo í kjölfarið klukkan 15:30. Blakveislunni lýkur að vísu ekki í dag því karlarnir leika aftur á morgun, sunnudag, klukkan 13:00
04.11.2018
Það var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu um helgina er hvorki fleiri né færri en fjórir blakleikir fóru fram. Bæði karla- og kvennalið KA lögðu Álftanes tvívegis að velli í fyrstu leikjunum í Mizunodeildinni í blaki
04.11.2018
Kvennalið KA í blaki fer gríðarlega vel af stað í Mizunodeildinni en liðið vann Álftanes tvívegis um helgina og báða leikina 3-0. Mikið hefur verið talað um styrkleika KA liðsins fyrir veturinn og var spenna að sjá hve langt liðið væri komið á leið í undirbúningi sínum
04.11.2018
Karlalið KA í blaki hefur tímabilið af krafti en liðið lagði um helgina lið Álftanes tvívegis í KA-Heimilinu. Liðið varð Meistari Meistaranna fyrir skömmu og bætti þar við enn einum titli í safnið en liðið vann eins og frægt er orðið Íslands-, Bikar- og Deildarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð
01.11.2018
Blaktímabilið hefst á laugardaginn og það með tveimur hörkuleikjum í KA-Heimilinu! Dagurinn hefst klukkan 13:00 er fjórfaldir meistarar KA taka á móti Álftanesi hjá körlunum og svo klukkan 15:00 mætast kvennalið KA og Álftanes
12.10.2018
KA á tvo fulltrúa í U-17 ára landsliði Íslands í blaki kvenna sem tekur þátt í NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku í næstu viku. Þetta eru þær Ninna Rún Vésteinsdóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir og óskum við þeim að sjálfsögðu til hamingju með valið
06.10.2018
Blaktímabilið hófst í dag þegar keppt var um titilinn Meistari Meistaranna á Húsavík. Karlalið KA vann alla þrjá stóru titlana á síðustu leiktíð og þurfti því að mæta HK sem varð í 2. sæti í öllum keppnum síðasta vetrar
05.10.2018
Meistari Meistaranna í blakinu fer fram á morgun, laugardag, á Húsavík og markar þar með upphaf blaktímabilsins. Karlalið KA gerði sér lítið fyrir og vann alla titlana á síðustu leiktíð og leikur því að sjálfsögðu á morgun. Strákarnir mæta liði HK en Kópavogsbúar enduðu í 2. sæti í Bikarkeppninni og fá því að mæta KA í baráttunni um fyrsta bikar tímabilsins