Fréttir

Frítt inn á stórleik KA og Vestra

KA tekur á móti Vestra í úrvalsdeild karla í blaki í kvöld klukkan 20:15. Það er heldur betur mikið í húfi en bæði lið eru í harðri baráttu um gott sæti í úrslitakeppninni og sannkallaður sex stiga leikur framundan
Lesa meira

Toppslagur KA og Aftureldingar kl. 15:00

Það er heldur betur stórleikur framundan í dag þegar KA tekur á móti Aftureldingu í risaleik í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn í blaki kvenna. Leikurinn hefst klukkan 15:00 í KA-Heimilinu og við þurfum á þínum stuðning að halda
Lesa meira

Jóna, Gísli og Helena í úrvalsliðum fyrri hlutans

KA á þrjá fulltrúa í úrvalsliðum fyrri hluta úrvalsdeilda karla og kvenna í blaki en þetta eru þau Jóna Margrét Arnarsdóttir, Gísli Marteinn Baldvinsson og Helena Kristín Gunnarsdóttir. Öll hafa þau farið hamförum það sem af er vetri og ansi vel að heiðrinum komin
Lesa meira

Oscar og Zdravko fengu gull á RIG

Þeir Oscar Fernández Celis og Zdravko Kamenov leikmenn KA í blaki gerðu sér lítið fyrir og unnu gullverðlaun í strandblaksmótinu Kóngur Vallarins á Reykjavík International Games eða RIG
Lesa meira

Nökkvi er íþróttakarl Akureyrar 2022!

Nökkvi Þeyr Þórisson var í kvöld kjörinn íþróttakarl Akureyrar fyrir árið 2022 og er þetta annað árið í röð sem að íþróttakarl ársins kemur úr röðum knattspyrnudeildar KA en Brynjar Ingi Bjarnason varð efstur í kjörinu fyrir árið 2021
Lesa meira

Íþróttafólk Akureyrar valið í dag

Kjör íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2022 fer fram í Hofi í dag klukkan 17:30 en húsið opnar klukkan 17:00 og er athöfnin opin öllum sem áhuga hafa. ÍBA stendur fyrir kjörinu og eigum við í KA fjölmarga tilnefnda í ár
Lesa meira

Risaheimaleikir á laugardaginn!

Blakið fer heldur betur aftur af stað með krafti en bæði karla- og kvennalið KA leika heimaleik á laugardaginn í toppbaráttu efstu deildanna. Strákarnir ríða á vaðið klukkan 12:00 þegar topplið Hamars mætir norður en Hamarsmenn eru ósigraðir í deildinni til þessa
Lesa meira

Lovísa Rut íþróttamaður Dalvíkur 2022

Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir var í dag kjörin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2022. Lovísa leikur lykilhlutverk í meistaraflokksliði KA í blaki en stelpurnar eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar auk þess að vera Meistarar Meistaranna
Lesa meira

Böggubikarinn, þjálfari og lið ársins

Á 95 ára afmælisfögnuði KA um helgina var Böggubikarinn afhentur í níunda sinn auk þess sem þjálfari ársins og lið ársins voru valin í þriðja skiptið. Það er mikil gróska í starfi allra deilda KA um þessar mundir og voru sex iðkendur tilnefndir til Böggubikarsins, átta til þjálfara ársins og sex lið tilnefnd sem lið ársins
Lesa meira

KA 95 ára í dag - afmælismyndband

Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar í dag 95 ára afmæli sínu. Í tilefni dagsins rifjum við upp helstu atvik síðustu fimm ára í sögu félagsins en Ágúst Stefánsson tók myndbandið saman. Góða skemmtun og til hamingju með daginn kæra KA-fólk
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is