31.01.2023
KA á þrjá fulltrúa í úrvalsliðum fyrri hluta úrvalsdeilda karla og kvenna í blaki en þetta eru þau Jóna Margrét Arnarsdóttir, Gísli Marteinn Baldvinsson og Helena Kristín Gunnarsdóttir. Öll hafa þau farið hamförum það sem af er vetri og ansi vel að heiðrinum komin
30.01.2023
Þeir Oscar Fernández Celis og Zdravko Kamenov leikmenn KA í blaki gerðu sér lítið fyrir og unnu gullverðlaun í strandblaksmótinu Kóngur Vallarins á Reykjavík International Games eða RIG
18.01.2023
Blakið fer heldur betur aftur af stað með krafti en bæði karla- og kvennalið KA leika heimaleik á laugardaginn í toppbaráttu efstu deildanna. Strákarnir ríða á vaðið klukkan 12:00 þegar topplið Hamars mætir norður en Hamarsmenn eru ósigraðir í deildinni til þessa
12.01.2023
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir var í dag kjörin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2022. Lovísa leikur lykilhlutverk í meistaraflokksliði KA í blaki en stelpurnar eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar auk þess að vera Meistarar Meistaranna
28.12.2022
Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og Ævarr Freyr Birgisson eru blakfólk ársins 2022 en valið var kunngjört af Blaksambandi Íslands í dag. Bæði eru þau afar vel að heiðrinum komin enda algjörlega frábæru ári hjá þeim að ljúka
02.12.2022
KA tók á móti Þrótti Reykjavík í úrvalsdeild kvenna í blaki á miðvikudaginn. Deildin er svo sannarlega tvískipt en fjögur efstu lið deildarinnar eru í einum knapp og þar fyrir aftan er gríðarleg barátta í sætum 5 til 7
09.11.2022
Blakveislan heldur áfram í kvöld þegar KA tekur á móti Völsung í nágrannaslag í úrvalsdeild kvenna klukkan 20:15. KA vann góðan heimasigur á Þrótti Fjarðabyggð um helgina og eru stelpurnar því með tvo sigra og eitt tap eftir fyrstu þrjá leiki sína
07.11.2022
Fyrsta túrnering á Íslandsmótinu í blaki karla hjá leikmönnum 20 ára og yngri fór fram á Húsavík um helgina. Það má með sanni segja að strákarnir okkar hafi staðið sig með prýði en þeir unnu alla leiki sína og það án þess að tapa hrinu
07.11.2022
KA og Þróttur Fjarðabyggð mættust bæði karla- og kvennamegin í blakinu um helgina. Báðir leikir fóru fram í KA-Heimilinu en karlarnir mættust á föstudeginum en konurnar á laugardeginum. Eins og svo oft áður urðu leikir liðanna jafnir og spennandi
04.11.2022
Blakið er komið aftur á fullt eftir landsliðspásu og leika bæði karla- og kvennalið KA heimaleiki um helgina. Strákarnir spila í kvöld, föstudag, klukkan 20:15 gegn Þrótti Fjarðabyggð og stelpurnar svo á sunnudag einnig gegn Þrótti Fjarðabyggð klukkan 16:00