07.12.2007
Í kvöld og á laugardaginn mætast lið HK og KA í fyrstu deild karla í blaki. Í fyrra mættust þessi lið nokkrum sinnum og hafði HK oftast betur. Liðin mættust t.d. í undanúrslitum Íslandsmótsins og vann HK þar í spennandi viðureignum.Liðin enduðu í 2 og 3 sæti í deildinni síðasta ár og ætti þetta því að verða jafn leikur samkvæmt því. HK liðið hefur þó misst marga menn frá síðasta tímabili og er liðið að mestu skipað ungum leikmönnum.
29.11.2007
KA menn léku við Þrótt helgina 16-17 nóvember en það gekk ekki vel hjá KA mönnum þar sem þeir töpuðu báðum leikjunum 3-0 og 3-0.
16.11.2007
Um helgina mætast lið Þróttar R. og KA í blaki. Liðin hafa átt svipuðu gengi að fagna á þessu tímabili og eru bæði við toppinn. KA menn eru í öðru sætinu með 9 stig eftir 4 leiki en lið Þróttar kemur í humátt á eftir með 7 stig en eiga leik til góða. Gengi þessara liða var mjög ólíkt í fyrra en þá endaði KA í þriðja sæti í deild og tapaði naumlega fyrir HK í undanúrslitum Íslandsmótsins. Þróttara liðið átti hins vegar í ströggli allt tímabilið og endaði að lokum í neðsta sæti án sigurs. KA menn unnu alla leiki liðana í fyrra en þeir enduðu 3-0, 3-2, 3-0, og 3-2.
06.11.2007
Sex lið fara fyrra Íslandsmót yngriflokka sem haldið verður á Neskaupstað um helgina. Alls fra 37 keppendur frá KA í 3. - 5. flokki sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár.
28.10.2007
KA og Stjarnan áttust við í bikarkeppninni í dag og er skemmst frá því að segja að KA menn unnu leikinn 2-1 (26-24) (21-25) (16-14). Eftir því sem næst verður komist þá hefur Stjarnan ekki tapað leik í rúm tvö ár en liðið tapaði síðast fyrir HK í nóvember 2005. Stjarnan er þó ekki úr leik þar sem nýtt keppnisfyrirkomulag hefur verið tekið upp í Bikarkepppni BLÍ.
26.10.2007
Um helgina ferðast bæði lið KA í blaki suður og keppa í bikarkeppni BLÍ sem kallast nú Brosbikarinn. Keppt verður í íþróttahúsinu í Austurbergi og er mótið í umsjón ÍS.
23.10.2007
Síðastliðinn mánudag fór KA í 2. deild kvenna austur á Húsavík og keppti við öldungualiðið Völsunga.
22.10.2007
KA og Stjarnan mættust um helgina í uppgjöri toppliðana en bæði lið voru jöfn að stigum fyrir helgina með 6 stig. Það er skemmst frá því að segja að Íslands- deildar og bikarmeistararnir í Stjörnunni unnu bæði leikina þann fyrri á Föstudaginn nokkuð öruggt 3-1 og einnig seinni leikinn á Laugardaginn í háspennuleik 3-2.
19.10.2007
KA- Starnan (25-22) (17-25) (17-25) (14-25). Myndir frá leiknum má finna undir Myndir og KA - Stjarnan október 2007Liðin eigast aftur við á morgun laugardag kl 16:00 í KA heimilinu. Meira síðar.
17.10.2007
Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar úr Garðarbæ koma norður um helgina og spila við KA menn. Leikirnar fara fram kl. 20:00 á föstudag og kl 16:00 á laugardag. KA menn hafa styrkt lið sitt verulega frá í fyrra og fóru vel af stað er þeir lögðu ÍS í tvígang um síðustu helgi og því til alls líklegir á heimavelli gegn Íslandsmeisturunum. Við hvetjum norðlendinga til að mæta á leikinn og styðja strákana. Áfram KA !!!