Fréttir

KA-strákarnir tóku ÍS í karphúsið

Fyrsti heimaleikur KA á Íslandsmótinu eftir áramót var spilaður í kvöld. Í heimsókn voru hinir síungu stúdentar úr ÍS. Eftir barning í fyrstu hrinu hafði KA að lokum betur en næstu tvær hrinur voru auðunnar og lyktaði leiknum því með öruggum 3-0 sigri KA. Liðin eigast aftur við á morgun, laugardag og hefst leikurinn kl. 16.00.

Margir blakmenn heiðraðir á afmælishófi KA

Á afmælishátið KA um síðustu helgi voru nokkrir blakarar sæmdir heiðursmerkjum KA og BLÍ. Hinn óþreytandi Hr. Blak eða bara Sigurður Arnar Ólafsson eins og við þekkjum hann, fékk gullmerki BLÍ fyrir sinn þátt í grasrótar-og útbreiðslustarfi íþróttarinnar. Þrír KA-menn fengu silfurmerki BLÍ, þeir Davíð Búi Halldórsson, Gunnar Garðarsson og Haukur Valtýsson. Heimasíðan óskar þeim kumpánum til hamingju.

Davíð Búi Halldórsson blakmaður valinn íþróttamaður KA 2007

Davíð Búi Halldórsson blakmaður hefur verið valinn íþróttamaður KA árið 2007. Valið var tilkynnt fyrir troðfullu húsi í á 80 ára afmæli KA sem haldið var í gærkveldi. Myndir frá athöfninni: http://blak.ka-sport.is/gallery/ithrottamadur_ka_2007_80_ara_afmaeli_la/

Nýárskveðja

Kóngurinn blakmaður ársins

KA-HK unglingar

KA og HK léku sinn þriðja leik um helgina á sunnudaginn. Þá léku yngri leikmenn liðanna eða annar flokkur.

KA-HK

KA vann HK örugglega 3-0 í tveimur viðureignum um helgina.

KA-HK kl 20:00

Í kvöld og á laugardaginn mætast lið HK og KA í fyrstu deild karla í blaki. Í fyrra mættust þessi lið nokkrum sinnum og hafði HK oftast betur. Liðin mættust t.d. í undanúrslitum Íslandsmótsins og vann HK þar í spennandi viðureignum.Liðin enduðu í 2 og 3 sæti í deildinni síðasta ár og ætti þetta því að verða jafn leikur samkvæmt því. HK liðið hefur þó misst marga menn frá síðasta tímabili og er liðið að mestu skipað ungum leikmönnum.

Þróttur R.-KA

KA menn léku við Þrótt helgina 16-17 nóvember en það gekk ekki vel hjá KA mönnum þar sem þeir töpuðu báðum leikjunum 3-0 og 3-0. 

Upphitun: Þróttur R.-KA

Um helgina mætast lið Þróttar R. og KA í blaki. Liðin hafa átt svipuðu gengi að fagna á þessu tímabili og eru bæði við toppinn. KA menn eru í öðru sætinu með 9 stig eftir 4 leiki en lið Þróttar kemur í humátt á eftir með 7 stig en eiga leik til góða. Gengi þessara liða var mjög ólíkt í fyrra en þá endaði KA í þriðja sæti í deild og tapaði naumlega fyrir HK í undanúrslitum Íslandsmótsins. Þróttara liðið átti hins vegar í ströggli allt tímabilið og endaði að lokum í neðsta sæti án sigurs. KA menn unnu alla leiki liðana í fyrra en þeir enduðu 3-0, 3-2, 3-0, og 3-2.