Fréttir

Fyrsti leikur kvennaliðsins í 2. deild

Kvennalið KA spilar sinn fyrsta leik í annarri deildinni næstkomandi mánudag við Völsung á Húsavík. Leikurinn hefst klukkan 21:00.

ÍS-KA

Um helgina mættu KA menn liði Stúdenta

Upphitun: ÍS-KA

Meiðsli í herbúðum KA

Eitthvað er um meiðsli í herbúðum KA en...

Byrjendur boðnir sérstaklega velkomnir í 3 fl.

Við blakdeildinni viljum bjóða byrjendur í 3 flokki sérstaklega velkomna á æfingar.  Í þriðja flokki eru  krakkar sem eru í 9-10 bekk í grunnskóla og allt upp í 1. bekk í framhaldskóla en flokkurinn er nú 3 ár í stað tveggja áður.

Frábær mæting á æfingar yngriflokka

Æfingar yngriflokka fara mjög vel af stað og mættu t.d. 20 strákar á æfingu í 4.-5. flokki. Einnig mættu 17 stelpur á fyrstu æfingu í 6.-7. flokki. Blakdeild KA býður upp met fjölda flokka í vetur en alls eru yngriflokkarnir 7 sem boðið er uppá - sjá nánar undir "Æfingatafla" í valmyndinni. Það er því óhætt að segja að starf deildarinnar fari vel af stað í vetur.

Æfingar yngriflokka fara vel af stað

Góð mæting var á fyrstu æfingar yngri flokka í gær og mættu t.d. 17 stúlkur í 6 og 7 flokki á æfingu í Laugagötu. Æfingar í flestum flokkum hefjast í dag kl 18:00 í KA heimilinu.  

Æfingar yngriflokka hefjast í dag 10. september

Þá eru æfingar að hefjast í dag.  Boðið verður upp á fyrsta mánuðinn frían fyrir nýja iðkendur.Einnig fá allir nýjir iðkendur nýja bolta um leið og fyrstu æfingagjöld eru greidd.Æfingatöfluna má finna undir tenglinum "Æfingatafla" hér vinstra megin í veftrénu.

Pólverjar á leið til KA

Filip Szewczyk (29 ára), sem var hjá liðinu á síðasta tímabili, snýr aftur auk þess sem nýr leikmaður bætist í hópinn.  Sá heitir Piotr Slawomir Kempisty (28 ára). 

Fyrstu leikir KA gegn ÍS

Blakdeild KA barst leikjaplan Íslandsmóts karla fyrir helgina en samkvæmt því hefst leiktíðin á leikjum ÍS og KA.  Leikið verður í Reykjavík dagana 13. og 14. október.