Fréttir

Karlalið KA komið í undanúrslit Brosbikarkeppninnar

Karla- og kvennalið KA voru í eldlínunni nú um helgina þegar keppni í Brosbikarnum hélt áfram í KA-heimilinu. Spilað var í riðlum og komust tvö efstu lið hvors riðils áfram í undanúrlit. Fyrir leiki helgarinnar var karlalið KA í efsta sæti í sínum riðli með 6 stig, sigi meira en Stjarnan. Stelpurnar voru aftur á móti neðstar í sínum riðli, án stiga.

Kanónulausir KA-öldungar rúlluðu Eikarmótinu upp

Í dag fór hið árlega Eikarmót fram í Höllinni á Akureyri. KA mætti til leiks með tvö karlalið og tvö kvennalið. Kvennaliðin voru sem fyrr skipuð hinum föngulegu KA-Freyjum. Ekki stóðu þær alveg undir væntingum og lentu bæði liðin í 3. sæti, hvort í sinni deild. KA-kjúklingarnir spiluðu sem KA+ (hefðu kannski átt að heita KA-) og lentu í 4. sæti. Öldungarnir í KA unnu hins vegar mótið mjög glæsilega, þrátt fyrir að allar skrautfjaðrir liðsins hafi vantað.

Annar 3-0 sigur gegn ÍS

KA spilaði seinni leik sinn við ÍS í dag og var hann keimlíkur fyrri leiknum. Mikil værð var yfir báðum liðum og var fátt um fína drætti. KA var sterkari aðilinn en náði aldrei að hrista Stúdenta almennilega af sér. Sigur hafðist þó á endanum 3-0 og nú er KA-liðið komið í baráttu við Þróttara um annað sætið í deildinni.

KA-strákarnir tóku ÍS í karphúsið

Fyrsti heimaleikur KA á Íslandsmótinu eftir áramót var spilaður í kvöld. Í heimsókn voru hinir síungu stúdentar úr ÍS. Eftir barning í fyrstu hrinu hafði KA að lokum betur en næstu tvær hrinur voru auðunnar og lyktaði leiknum því með öruggum 3-0 sigri KA. Liðin eigast aftur við á morgun, laugardag og hefst leikurinn kl. 16.00.

Margir blakmenn heiðraðir á afmælishófi KA

Á afmælishátið KA um síðustu helgi voru nokkrir blakarar sæmdir heiðursmerkjum KA og BLÍ. Hinn óþreytandi Hr. Blak eða bara Sigurður Arnar Ólafsson eins og við þekkjum hann, fékk gullmerki BLÍ fyrir sinn þátt í grasrótar-og útbreiðslustarfi íþróttarinnar. Þrír KA-menn fengu silfurmerki BLÍ, þeir Davíð Búi Halldórsson, Gunnar Garðarsson og Haukur Valtýsson. Heimasíðan óskar þeim kumpánum til hamingju.

Davíð Búi Halldórsson blakmaður valinn íþróttamaður KA 2007

Davíð Búi Halldórsson blakmaður hefur verið valinn íþróttamaður KA árið 2007. Valið var tilkynnt fyrir troðfullu húsi í á 80 ára afmæli KA sem haldið var í gærkveldi. Myndir frá athöfninni: http://blak.ka-sport.is/gallery/ithrottamadur_ka_2007_80_ara_afmaeli_la/

Nýárskveðja

Kóngurinn blakmaður ársins

KA-HK unglingar

KA og HK léku sinn þriðja leik um helgina á sunnudaginn. Þá léku yngri leikmenn liðanna eða annar flokkur.

KA-HK

KA vann HK örugglega 3-0 í tveimur viðureignum um helgina.