08.04.2008
Það er að duga eða drepast fyrir KA í úrslitakeppninni í blaki í kvöld en liðið mætir Þrótti Reykjavík í
úrslitakeppninni í blaki. Þróttur vann fyrsta leik liðanna 3-0 í hörkuleik og það er ljóst að hart verður barist i kvöld um
sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn er kl. 19:00 í íþróttahúsi Kennaraháskólans að Háteigsvegi
í Reykjavík í kvöld. Við hvetjum KA menn í Rvk. að fjölmenna á leikinn og hvetja strákana.
06.04.2008
Leikurinn fer fram í KA heimilinu á Akureyri kl. 13:00 næstkomandi sunnudag 6. apríl. Búast má við spennandi leik en liðin hafa skiptst á
að vinna hvort annað í vetur en KA vann sér heimaleikja rétt í þriðja leik ef til hans kemur með því að leggja Stjörnuna 3-2 um
síðustu helgi. Við hvetjum alla KA menn til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana.
06.04.2008
KA-Þróttur R 0:3 (19-25, 20-25, 23-25)
KA átti ekki góðan dag gegn Þrótti og tapaði illa 0:3. Annar leikur í einvíginu er fyrir sunnan á þriðjudag og ef KA nær
sigri þar þá verður úrslitaleikurinn fyrir norðan á fimmtudag.
Stig KA (sókn-hávörn-uppgjöf): Piotr Kampisty 14 (14-0-0), Davíð Búi Halldórsson 7 (7-0-0), Filip Szewczyk 7 (3-2-2), Kristján Valdimarsson 4
(3-0-1), Hafsteinn Valdimarsson 3 (3-0-0), Hilmar Sigurjónsson 2 (1-0-1). Mistök andstæðinga 25.
31.03.2008
Það er greinilegt að KA menn eiga öflugt lið í blakinu þessa dagana. Alla vega fóru þeir hlaðnir verðlaunum af lokahófi Blaksambandsins
sem fram fór á laugardagskvöldið var.
31.03.2008
tjarnan - KA 3-0 (25-20, 25-18, 25-18)
Þar sem leikurinn hafði enga sérstaka þýðingu fyrir KA menn ákvað Marek Bernat þjálfari liðsins að gefa yngri leikmönnum
þess færi á að spila í leiknum og léku KA menn án Piotr Kempesty og Davíðs Búa Halldórssonar. Ungu strákarnir
stóðu sig með prýði og stóðu töluvert í meisturunum í öllum hrinunum.
29.03.2008
KA menn tryggðu sér silfurverðlaunin í deildarkeppninni í blaki í gær með 3-2 sigri gegn Ísland- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Leikurinn
í Ásgarði í kvöld bar þess merki að í liðin vantaði lykilleikmenn.
18.03.2008
Um helgina lauk ótrúlegri sigurgöngu KA-liðsins
En um liðna helgi töpuðu KA-menn sinni fyrstu hrinu gegn ÍS í undanúrslitum Brosbikarsins þar sem þeir töpuðu gegn ÍS 25-18 en
þar á undan höfðu KA menn ekki tapað hrinu síðan þann 17. nóvember þegar þeir töpuðu 3-0 gegn Þrótti R. Sigurgangan
hófst síðan þann 7. desember og endaði 15. mars og stóð því yfir í 100 daga.
16.03.2008
KA spilaði úrslitaleikinn í Bros-bikarnum í dag gegn Stjörnunni. Leikurinn var jafn og spennandi en Stjarnan vann 3-1. KA-ÍS 3-2 (21-25,30-28,25-20,25-16).
Í gær spilaði KA í undanúrslitum og vann þá ÍS 3-2 25-18,20-25,18-25,25-19,15-7)í leik sem lauk ekki fyrr kl: 22:00 í um
kvöldið. Það er ljóst að þessi erfiði 5 hrinu leikur sat í KA mönnum í dag en þreytu fór að gæta hjá
þeim þegar leið á leikinn.
15.03.2008
KA - ÍS 3-2 (25-18) (20-25) (18-25) (25-19) (15-7)
KA lenti í kröppum dansi gegn ÍS í fjögurra liða úrslitum bikarsins í kvöld. KA hefur þegar unnið alla 4 viðureignir liðanna
í vetur og einungis tapað einni hrinu gegn þeim. En það sannaðist í kvöld að Íslandsmót og bikarkeppni er tvennt ólíkt.
15.03.2008
Bikarúrslitin karla og kvenna fara fram um helgina í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Á laugardag vera fjögurra liða úrslit og þar spila
KA og ÍS kl 18:30. Miðað við leiki vetrarins á KA góða möguleika gegn ÍS en ekki skyldi samt vanmeta ÍS liðið en þar eru
margir reynsluboltar innanborðs. Takist KA að vinna fer liðið í úrslitaleikinn sem spilaður verður strax daginn eftir á sunnudeginum kl. 16:00.