18.12.2023
Fimleikadeild KA leitar eftir öflugum og metnaðarfullum þjálfurum í allar deildir félagsins. Umsóknir sendist á formadur@fimak.is fyrir 2.janúar 2024.
Einnig er hægt að leggja inn umsókn hér rafrænt https://www.fimak.is/is/atvinna/umsokn-thjalfari
17.12.2023
Fimleikadeild KA og Kjarnafæði hafa gert með sér styrktarsamning til tveggja ára. Við þökkum Kjarnafæði kærlega fyrir stuðninginn sem mun nýtast vel.
10.12.2023
Fimleikadeild KA auglýsir stöðu yfirþjálfara deildarinnar lausa til umsóknar.
Leitað er eftir öflugum einstakling með reynslu og þekkingu í fimleikum sem er til í að taka að sér starf yfirþjálfara félagsins. KA leitar að einstakling sem er sjálfstæður, með brennandi áhuga á fimleikum og drifkraft til þess að taka þátt í að þróa og móta framtíð fimleikadeildar KA.
Samhliða starfinu er gert ráð fyrir að viðkomandi þjálfi hjá félaginu.
Starfssvið :
Yfirumsjón með öllum flokkum og deildum félagsins
Yfirumsjón með þjálfun og þjálfurum
Skipulagning og uppsetning á æfingatöflu, í samstarfi við stjórn og skrifstofustjóra
Skipulagning og verkaskipting þjálfara, í samstarfi við stjórn og skrifstofustjóra
Samskipti og upplýsingaflæði til foreldra, skipuleggur foreldrafundi.
Þjálfun samhliða yfirþjálfarastöðunni
Þátttaka í verkefnum innan félagsins varðandi mót og viðburði á vegum þess.
Vinnur eftir reglum félagsins, FSÍ og er fyrirmynd
Menntunar og hæfniskröfur :
Þjálfararmenntun sem nýtist í starfi
Reynsla af þjálfun skilyrði
Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
Hæfni í mannlegum samskiptum,
Metnaður fyrir því að vinna á uppbyggilegan hátt með börnum og ungmennum.
Drifkraftur og frumkvæði
Brennandi áhugi á fimleikum
Hreint sakavottorð
Umsóknir: Vinsamlegast sendið ferilskrá og kynnisbréf á netfangið formadur@fimak.is Nánari upplýsingar veitir Sonja Dagsdóttir í sama netfang. Umsóknarfrestur 2.janúar 2024
09.12.2023
Í dag var lokaæfing haustannar hjá Krilahópunum okkar. Jólasveinarnir komu og heilsuðu upp á hressa "kríla" fimleikakrakka
04.12.2023
Síðastliðinn laugardag var Þjálfaranámskeið 1A á vegum FSÍ haldið í Íþróttamiðstöð Giljaskóla.
02.12.2023
Föstudaginn 1. desember tóku meðlimir úr Stjórn á móti styrk úr Menningar og viðurkenningarsjóði KEA.
02.12.2023
FIMAK verður Fimleikadeild KA
Sameining Fimleikafélags Akureyrar, FIMAK og Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, var samþykkt einróma á félagsfundum beggja félaga sem haldnir voru í gærkvöldi. Sameiningarviðræður hafa staðið yfir undanfarna mánuði en Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær hafa einnig komið að þeim viðræðum.
FIMAK verður lagt niður í núverandi mynd og færist starfsemi þess undir KA sem fimleikadeild félagsins. KA tekur formlega við allri starfsemi FIMAK frá og með deginum í dag, 1. desember.
28.11.2023
Mikið hefur verið um að vera hjá Hópfimleikadeild félagsins. FIMAK sendi frá sér lið á Haustmót 1 helgina 18.nóv þar sem 4.flokkur kvenna kepptu í hófimleikum, þær gerðu gott mót og stóðu sig frábærlega vel.
Einnig átti FIMAK 3 lið um sl.helgi á Haustmóti 2 sem haldið var á Selfossi þar sem 3.flokkur og 2.flokkur kepptu í Hópfimleikum. Allar stóðu þær sig frábærleg, miklar framfarir og bætingar hjá liðunum sem enduðu í 6.sæti,12.sæti og 16.sæti.
Við erum ákaflega stolt af iðkendum okkar og þjálfurum sem hafa unnið vel í haust og verður gaman að fylgjast með þessum hópum á mótunum eftir áramót!
16.11.2023
Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram fimmtudaginn 30. nóv. kl. 20:30 í anndyri Íþróttamiðstöðvar Giljaskóla. Við hvetjum foreldra, þjálfara og aðra sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn.
Efni fundarins:
Sameining við KA og slit á Fimak.
14.11.2023
Fimmtudaginn 16.nóvember munu keppnishópar í hóphópfimleikum, stökkfimi og M -hópur, sýna stökk, dans og ýmiskonar æfingar.