10.05.2025
Í dag fór fram Vorsýning Fimleikadeildar KA, en hún er haldin árlega með pompi og prakt.
Okkar frábæru þjálfarar þær Mattý, Kara og Lovísa voru listrænir stjórnendur sýningunar en aðrir þjálfarar tóku mikin þátt við undirbúning á atriðum.
Okkar hæfileikaríku iðkendur stóðu sig svo sannarlega með prýði
Þá voru afhent blóm fyrir þrep og afrek sem unnin voru á starfsárinu 2024 - 2025.
4 iðkendur þrepi
Patrekur Páll Pétursson náði 2 þrepi
Silvía Marta Águstdóttir náði 4 þrepi
Sara Líf Júlíusdóttir náði 5 þrepi
Patricija Petkuté náði 5 þrepi
Afrek sem unnin voru á árinu eru
- Ármann Ketilsson, yfirþjálfari krílahópa, var valinn þjálfari ársins á uppskeru hátíð Fimleikasambands íslands.
- Kristjana Ómarsdóttir varð Evrópumeistari með liði sínu í unglingaflokki. En þetta er í fyrsta sinn sem ísland verður Evrópumeistari í blönduðu liði unglinga. Kristjana hlaut einnig fyrir afrek sín boggubikarinn 2024 (KA) en sá bikar er veittur þeim sem þykja efnileg í sinni grein og séu til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum.
- Sólon Sverrisson var valinn í unglingalandslið Íslands á Junior Team Cup og á Norðurlandamót unglinga og drengja
- Patrekur Páll Pétursson var valinn í Drengjalið Íslands í áhaldafimleikum fyrir Norðurlandamót unglinga og drengja.
Fimleikadeild KA þakkar iðkendum, þjálfurum og öðrum velunnurum veitta aðstoð.
07.05.2025
Patrekur Páll Pétursson, iðkandi við Fimleikadeild KA, var valinn í Drengjalið Íslands í áhaldafimleikum fyrir Norðurlandamót unglinga og drengja.
Fimleikadeild KA óskar Patreki kærlega fyrir þennan glæsilega árangur.
Sjá nánar á : https://fimleikasamband.is/landslidstilkynning-nm-unglinga/
04.05.2025
Sólon Sverrisson, iðkandi við Fimleikadeild KA var á dögunum valinn í unglingalandsliðið fyrir Junior team cup
Fimleikadeild KA óskar Sólón innilega til hamingju með árangurinn.
Hægt að sjá nánar á https://fimleikasamband.is/landslidstilkynningar-em-smathjodleikar-og-junior-team-cup/
28.04.2025
ATH fréttinn hefur verið uppfærð
Íslandsmót í áhaldafimleikum fór fram núna síðast liðna helgi og átti Fimleikadeild KA flottan hóp á þessu móti.
- Sólon Sverrisson - unglingaflokkur karla
- Aníta Ösp Róbertsdóttir - 1 þrep kvenna
- Ester Katrín Brynjarsdóttir - 1 þrep kvenna
- Patrekur Páll Pétursson - 2 þrep karla.
Sólon keppti til úrslita á 5 áhöldum, en hann fékk tvö gullverðlaun og þrjú silfurverðlaun.
Patrekur náði 75.0,31 stigum, þar með náði hann þrepinu einnig.
Aníta fékk brons verðlaun á gólfi og náði 5 sæti yfir allt.
Ester lenti svo í 8 sæti yfir allt.
Við óskum þessum iðkendum kærlega til hamingju með virkilega góðan árangur.
22.04.2025
Ný stjórn Fimleikadeildarinar hefur verið stofnuð fyrir starfsárið 2025-2026. Við þökkum fráfarandi stjórn sitt starf.
Skipan Stjórn Fimleikadeildar KA.
Emilía Fönn Andradóttir - Formaður
Helga Kristín Helgadóttir - Varaformaður
Sólveig Rósa Davíðsdóttir - Stjórnarmeðlimur
Kristján Heiðar Kristjánsson - Ritari
Sonja Dagsdóttir - Stjórnarmeðlimur
Einar Pampichler - Varamaður í stjórn
Kristín Mjöll Benediktsdóttir - Varamaður í stjórn
Ábendingar og önnur erindi fyrir stjórn Fimleikadeildar KA berist á fim.formadur@ka.is.
30.08.2024
Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Hölds-Bílaleigu Akureyrar og Fimleikadeilar KA til þriggja ára.
Allt frá árinu 2014 hefur Höldur stutt vel við fimleikastarfið í bænum og því afar ánægjulegt að búið sé að undrrita nýjan samstarfssamning. Við erum ákaflega ánægð með þann stuðning sem Höldur veitir fimleikadeildinni og hlökkum til að vinna vel með þeim áfram.
Á myndinni eru Einar Pampichler og Alexandra Guðlaugsdóttir frá Fimleikadeild KA og Arna Skúladóttir frá Höldi við undirritun samningsins.
07.08.2024
Stjórn Fimleikadeildar KA óskar eftir tveimur sjálfboðaliðum í núverandi stjórn deildarinnar.
31.07.2024
Stjórn Fimleikadeildar KA hefur ráðið hjónin Amir Daniari og Söru Nikchehreh til starfa.
09.06.2024
Í júní verður boðið upp á tvö trampólín námskeið fyrir börn á aldrinum frá 6-14 ára (2009-2018) í fimleikahúsinu við Giljaskóla. Fyrra námskeiðið er 4 dagar eftir hádegi 13:00 - 17:00 og seinna námskeiðið er 5 dagar eftir hádegi frá kl. 13:00 - 17:00.
Trampólínnámskeiðin verða haldin á eftirfarandi dagsetningum:
1: 18-21 júní. (4 dagar) kl. 13:00-17:00.
2: 24-28 júní (5 dagar) kl. 13:00 - 17:00.
Verð fyrir 5 daga námskeið er 15.000 kr. og 12.000 kr. fyrir 4 daga námskeið.
Á námskeiðunum verða þátttakendur þjálfaðir í trampólín íþróttinni. Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og fer eftir getu og þroska hvers og eins þátttakanda.
Það verður farið í öryggisatriðið og undirstöðuatriði íþróttarinnar með öllum þáttakendum en eftir það miðast þjálfunin við hvern og einn.
Á námskeiðunum leggjum við upp með hvetjandi umhverfi, og munum haga þjálfuninni í samvinnu með þáttakendum frekar en að keyra stífan aga. Þátttakendur munu því hafa mikið persónulegt rými og stýra eigin þjálfunarhraða. Þó þurfa þátttakendur að hlusta á þjálfaran og fylgja þeim reglum sem þeim eru settar.
Athugið að trampólín námskeiðið er einskorðað við trampólínþjálfun og það verður ekki frjáls notkun á öðrum búnaði í fimleikahúsinu nema ef þjálfara leyfa slíkt.
Hverjum degi verður deilt upp á eftirfarandi hátt:
1: Upphitun
2: Þjálfun í trampólíni
3: Morgunkaffi
4: Létt upphitun/leikir
5: Þjálfun í trampólíni
6: Frjáls tími og leikir.
Þátttakendur þurfa að vera í þykkum íþróttasokkum á trampólínunum eða fimleikaskóm. Annars er engin formlega krafa um klæðnað annað en að fötin þurfa að vera laus við rennilása og annað dinglumdangl. Gott er að vera í síðum aðskornum íþróttabuxum og þunnum langermabol en það má gjarnan mæta í fimleikafötum, stuttbuxum og öðru slíku. Það verður líklega hlýtt í fimleikahúsinu svo að þykk föt verða líklega til trafala.
ATH að þáttakendur mega ekki vera með skartgripi eða úr þegar þú þjáfla trampólín.
Þátttakendur þurfa að taka með sér nesti fyrir kaffipásu og vatnsbrúsa.
Skráning fer fram í gegnum Abler: Skráning á Trampólínnámskeið.
Fjöldi þátttakenda miðast við 10 á hvoru námskeiði og einnig áskiljum við okkur rétt til þess að fella námskeiðið niður ef það verður ekki næg þátttaka.
Umsjón með námskeiðunum hefur Tómas og nánari upplýsingar er hægt að fá á tölvupóstfanginu buchdal@gmail.com og á facebook síðunni Trampólín á Akureyri.