27.08.2023
Á fundi stjórnar FIMAK í gær var sú àkvörðun tekin ùt frà hagsmunum FIMAK að hefja samningaviðræður við KA.
Næsti fundur FIMAK og KA hefur ekki verið ákveðinn en verður settur við fyrsta tækifæri í næstu viku.
22.08.2023
Við erum með laus pláss í K-hópana okkar sem eru áhaldafimleikahópar stráka.
Mario og Tumi taka vel á móti öllum strákum sem vilja koma og prófa áhaldafimleika.
21.08.2023
Æfingartafla Haustannar 2023 er loksins komin inn á heimasíðuna.
Hún er birt með fyrirvara um breytingar vegna brottfalls, stundaskráa þjálfara úr framhaldsskólum og annarrar hagræðinga.
10.08.2023
Fundargerð félagsfundar sem haldinn var 8.ágúst. Stjórn vill þakka öllum þeim sem mættu á fundinn, það styrkti okkur í áframhaldandi sjálfboðavinnu fyrir félagið. Stjórn vill koma því hér á framfæri sem kom greinilega ekki skýrt fram á fundinum. Allir fastráðnir starfsmenn FIMAK verða endurráðnir, verið er að vinna að ráðningarsamningum þeirra.
09.08.2023
Fimleikafélag Akureyrar verður með íþróttaskóla líkt og síðustu ár fyrir börn fædd 2021-2018.
Hóparnir kallast S-hópar og æfa 1x í viku á laugardögum.
Æfingar hefjast laugardaginn 2.september
Yfirþjálfari er Ármann Ketilsson ásamt hjálparhellum
S2 og S3 hópar eru að fyllast en endilega skráið barnið á biðlista (sami linkur) og við bætum við auka hópi!
07.08.2023
FIMAK óskar eftir að ráða þjálfara í hóp- og áhaldafimleika. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
Umsóknum ástamt ferilskrá skal senda á skrifstofa@fimak.is - umsóknarfrestur er til og með 20.ágúst nk.
Frekari upplýsingar veitir Alexandra, skrifstofustjóri félagsins í tölvupósti á skrifstofa@fimak.is.
04.08.2023
FIMAK býður upp á grunnhópa í fimleikum þar sem farið er yfir grunnatriði í fimleikum. Iðkendur fá bæði að kynnast áhaldafimleikum og hópfimleikum. Eftir grunnhópana færa þau sig annaðhvort upp í áhaldafimleika eða hópfimleika.
03.08.2023
Dagskrá félagsfundar 8.ágúst ;
- Kynning á stjórnarmeðlimum og starfsmanni skrifstofu.
- Fjármál FIMAK
- Kostnaðargreining
- Verðskrá haustannar 2023
- Sameining við annað félag
- Þjálfaramál.
Félagsmenn og allir sem sýna starfi FIMAK áhuga eru hvattir til að mæta
25.07.2023
Stjórn FIMAK boðar til félagsfundar þriðjudaginn 8.ágúst kl.20:00 í íþróttamiðstöðinni Giljaskóla.
Félagsmenn og allir sem sýna starfi FIMAK áhuga eru hvattir til að mæta.
Dagskrá :
Fjárhagsstaða félagsins
Framtíðahorfur
Staða félagsins
fh. Stjórnar
Sonja Dagsdóttir
03.07.2023
Til foreldra/forráðamanna, iðkenda og þjálfara.