31.10.2010
Stelpurnar í 3. flokk spiluðu sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu nú í dag. Stelpurnar hafa æft af krafti síðan í byrjun
ágúst og því nokkuð merkilegt að fyrsti leikurinn sé ekki fyrr en 31. október en það þýðir lítið að
röfla yfir því að svo stöddu.
25.10.2010
Á föstudagskvöldinu spiluðu stelpurnar gegn Stjörnunni. A liðið hóf leik og byrjuðu nokkuð vel. Staðan í hálfleik 6-9 fyrir
KA/Þór. Þá var eins og þeim bryggðist kjarkur og Stjörnustúlkur gengu á lagið og náðu að jafna og komast yfir. Liðin
skiptust á að hafa forskot en að lokum höfðu Stjörnustúlkur betur og náðu að knýja fram eins marks sigur á síðustu
sekúndum leiksins. Mikið svekkelsi en stelpurnar geta dregið þann lærdóm af leiknum að ef þær bakka niður og ætla að fara að halda
forskotinu þá hleypa þær andstæðingunum betur inn í leikinn. Það er því mikilvægt að slaka aldrei á, sama hver
staðan er.
19.10.2010
6 fl. karla, eldra ár, var að keppa í Reykjavík um síðustu helgi og KA 1 vann 2. deild með glæsibrag unnu alla sína leiki og keppa í efstu
deild á næsta móti. KA 2 unnu alla sína leiki nema einn og voru í 2. sæti í sinni deild. Hannes Pétursson sendi síðunni mynd af
gulldrengjunum. Heimasíðan óskar strákunum til hamingju með þennan árangur!
09.10.2010
Leikið var í KA heimilinu og Íþróttahöllinni. Nú liggja öll úrslit mótsins fyrir en leikið var í þrem styrkleikaflokkum
stelpna og sömuleiðis þrem flokkum stráka. Úrslit allra leika og röð liða liggur nú fyrir og hægt að nálgast þau á
síðu mótsins. Smelltu hér til að sjá síðu mótsins.
04.10.2010
Föstudaginn 8. október verður haldinn foreldrafundur í KA heimilinu vegna 4. flokks kvenna. Fundurinn er settur á klukkan 17:00
Farið verður yfir ferðatilhögun vetrarins, mótafyrirkomulag og önnur málefni.
Foreldrar sem ekki sjá sér fært að mæta eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Stefán í síma 868-2396 eða senda
tölvupóst á stebbigje@simnet.is
Kv. Kara og Stefán