Fréttir

Myndaveisla frá bæjarsigri KA

KA vann Akureyri öðru sinni í vetur er liðin mættust í Íþróttahöllinni um helgina. KA leiddi leikinn og var lengst af með gott forskot og vannst á endanum 25-26 sigur. Stemningin hjá gulum og glöðum áhorfendum var stórkostleg og vannst baráttan í stúkunni einnig

Upphitun á Icelandair Hotel

Það verður KA upphitun fyrir bæjarslaginn á morgun á Icelandair Hotel. Þangað ætlum við að mæta uppúr klukkan 15:30 og koma okkur í gírinn fyrir leikinn mikilvæga. Við hvetjum ykkur eindregið til að taka þátt í gleðinni sem og að mæta gulklædd, við ætlum okkur að vinna bæði leikinn sem og stúkuna, áfram KA

Bæjarslagurinn er á laugardaginn!

Einhver stærsti leikur tímabilsins er á laugardaginn þegar KA sækir Akureyri heim í Íþróttahöllina klukkan 18:00. Bæði lið eru í harðri baráttu um áframhaldandi veru í efstu deild og því miklu meira undir en bara bæjarstoltið, það er ljóst að við þurfum á ÞÉR að halda í stúkunni

Sprettsmótið fór fram um helgina

Sprettsmótið í handbolta var haldið í KA-Heimilinu um helgina þar sem strákar og stelpur í 8. og 7. flokki léku listir sínar. Þetta var fyrsta mót margra keppenda og var mjög gaman að fylgjast með krökkunum læra betur og betur á reglurnar og spil eftir því sem leið á daginn

Föstudagsframsagan: Stebbi og Heimir

Það er komið að síðustu föstudagsframsögu ársins og það er engin smá dagskrá sem við bjóðum uppá í þetta skiptið. Stefán Árnason og Heimir Örn Árnason þjálfarar karlaliðs KA í handboltanum halda skemmtilega tölu þar sem þeir fara yfir veturinn til þessa sem og að hita vel upp fyrir bæjarslaginn á laugardaginn

Happdrætti handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeild KA er nú með glæsilegt happdrætti í gangi þar sem 75 glæsilegir vinningar eru í boði. Einungis 850 miðar eru til sölu og því góðar líkur á að detta í lukkupottinn. Dregið verður 15. desember og því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst

Martha í umspilið með landsliðinu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta gerði sér lítið fyrir í dag og tryggði sér sæti í umspili um laust sæti á Heimsmeistaramótinu á næsta ári. Liðið lék í fjögurra liða riðli í Makedóníu en andstæðingar Íslands voru Tyrkland, Makedónía og Aserbaídsjan

KA steinlá í Hafnarfirðinum

KA mætti í Kaplakrika í dag og mætti þar liði FH í lokaumferð fyrri hluta Olís deildar karla. FH sem er í harðri toppbaráttu endurheimti Ásbjörn Friðriksson úr banni og var ljóst að heimamenn ætluðu sér að svara fyrir óvænt tap í síðustu umferð

KA mætir í Kaplakrika í dag

Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í handbolta í dag þegar KA sækir FH-inga heim í Kaplakrikann klukkan 16:00. Við bendum á að leikurinn verður hvergi sýndur þannig að við hvetjum alla þá KA-menn sem eiga möguleika á að mæta á leikinn að drífa sig í Kaplakrika og styðja okkar lið til sigurs

Martha kölluð inn í A-landsliðið

A-landslið Íslands í handbolta undirbýr sig nú fyrir forkeppni heimsmeistaramótsins 2019 en framundan eru leikir í Makedóníu gegn Tyrklandi, Makedóníu og Aserbaídsjan. Leikirnir fara fram um næstu helgi og er mikið undir í leikjunum. Leikið er í fjögurra liða riðli og fara allir leikirnir fram í Makedóníu