Fréttir

Skemmtilegur jólahandbolti í KA-Heimilinu

Í dag á öðrum degi jóla rifjuðu fyrrum handboltaleikmenn úr KA upp takta sína en þessi skemmtilega hefð hefur haldist undanfarin ár. Engin breyting var á því í ár og eru stelpurnar einnig komnar í gang en þær héldu sinn fyrsta bolta í fyrra og náðu saman skemmtilegum hóp í ár einnig

KA Pub Quiz 27. desember

Handknattleiksdeild KA verður með stórskemmtilegt Pub Quiz í KA-Heimilinu fimmtudaginn 27. desember næstkomandi. Greifapizzur sem og drykkir verða til sölu á staðnum. Tveir eru saman í liði og verður spurt út í hina ýmsu hluti og ættu því allir að geta lagt eitthvað til síns liðs

Myndaveisla frá jólaæfingunni

Það var gríðarlega mikið fjör á jólaæfingu 7. og 8. flokks í handboltanum sem fram fór í gær í KA-Heimilinu. Krakkarnir tóku vel á því á síðustu æfingunni fyrir jólafrí auk þess sem jólasveinar litu við og tóku virkan þátt í æfingunni. Að lokum sungu allir jólalög og krakkarnir fengu glaðning að honum loknum

KA með 13 fulltrúa í landsliðsverkefni

Þó að handboltatímabilið sé að fara í smá jólafrí þá þýðir það ekki að allir muni taka sér frí frá þjálfun því HSÍ hefur boðað öll yngri landslið sín á æfingar hvoru megin við áramótin auk þess sem að Hæfileikamótun HSÍ og Bláa Lónsins fer fram

Jólaæfing handboltans á morgun

Á morgun, miðvikudag, fer fram skemmtilegasta æfing vetrarins þegar 7. og 8. flokkur taka jólaæfinguna sína. Þetta hefur verið frábær hefð í gegnum árin að taka lauflétta æfingu fyrir jól þar sem jólasveinarnir sem komnir eru til byggða kíkja í KA-Heimilið og taka þátt í gleðinni með krökkunum

Tap eftir hörkuleik að Ásvöllum

Það var erfitt verkefni sem beið KA í dag þegar liðið sótti stórlið Hauka heim í lokaleik liðanna fyrir jólafrí í Olís deildinni. Haukarnir hafa verið á miklu skriði eftir stórsigur KA í leik liðanna fyrr í vetur og eru þeir í harðri toppbaráttu á sama tíma og okkar lið berst fyrir því að halda sæti sínu í deildinni

Haukar - KA í beinni í dag

KA sækir stórlið Hauka heim í lokaleik liðanna fyrir jólafrí í Olís deild karla í handboltanum. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á Ásvelli og styðja okkar lið til sigurs. Fyrir ykkur sem ekki komist í Hafnarfjörðinn þá verður Haukar-TV með leikinn í beinni og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála

Nettó og handboltinn með nýjan styrktarsamning

Fyrir leik KA og Vals þann 26. nóvember skrifuðu Handknattleiksdeild KA og Nettó undir áframhaldandi samstarf, en Nettó er einn stærsti styrktaraðili deildarinnar. Við hjá handknattleiksdeild KA erum rosalega þakklát fyrir þann stuðning sem Nettó og aðrir samstarfs- og styrktaraðilar veita

Andri Snær ræðir handboltann í Taktíkinni

Taktíkin er áhugaverður þáttur á N4 þar sem Skúli Bragi Magnússon kynnir sér íþróttalífið á Akureyri og í nágrenni bæjarins. Andri Snær Stefánsson fyrirliði KA í handbolta mætti nýverið í settið og fór yfir frábæran sigur KA í bæjarslagnum um helgina auk þess að fara vel yfir starfið hjá handknattleiksdeild KA

Dagur og Martha í liði fyrri umferðarinnar

Í gær var tilkynnt um úrvalslið fyrri hluta Olís deilda karla- og kvenna í handboltanum. Bæði KA og KA/Þór eiga fulltrúa í liðum sinna deilda en Dagur Gautason er besti vinstri hornamaðurinn hjá körlunum og Martha Hermannsdóttir er besta vinstri skyttan hjá konunum