12.03.2020
Það er loksins komið að næsta leik í Olís deild karla hjá KA liðinu þegar strákarnir sækja FH heim í Kaplakrikann klukkan 19:30 í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar
11.03.2020
KA/Þór lék í fyrsta skiptið í úrslitum bikarkeppni HSÍ er liðið mætti Fram í úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna á laugardaginn. Fyrirfram var vitað að verkefnið yrði gríðarlega erfitt enda er Fram með besta lið landsins. Það varð einmitt raunin því þrátt fyrir fína frammistöðu þurftu stelpurnar okkar að sætta sig við silfur
10.03.2020
Strákarnir í 4. flokki KA og stelpurnar í 3. flokki KA/Þórs léku um helgina í úrslitum Coca-Cola bikarsins. Stelpurnar þurftu að sætta sig við silfur eftir frábæra framgöngu í keppninni en strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu stórsigur á stóra sviðinu og hömpuðu því Bikarmeistaratitlinum
08.03.2020
Strákarnir á yngra ári í 4. flokki léku í dag til úrslita í Coca-Cola bikarnum er þeir mættu FH í Laugardalshöllinni. Búist var við hörkuleik enda bæði lið í toppbaráttu í efstu deild í flokknum og má með sanni segja að andrúmsloftið í Höllinni hafi verið afar skemmtilegt
07.03.2020
KA/Þór lék í fyrsta skipti til úrslita í Coca-Cola bikarnum í dag er liðið mætti Fram. Fyrirfram var vitað að verkefnið yrði gríðarlega erfitt enda hefur Fram verið besta lið landsins í vetur og vann afar sannfærandi sigur á Val í sínum undanúrslitaleik
07.03.2020
Stelpurnar í 3. flokki KA/Þórs léku til úrslita í Coca-Cola bikarnum í gær er þær mættu gríðarlega sterku liði Vals. KA/Þór hafði farið ansi erfiða leið í úrslitaleikinn og höfðu slegið út Fram og HK en lentu á vegg gegn taplausu liði Vals
05.03.2020
KA/Þór er komið í úrslitaleik Coca-Cola bikarsins eftir hádramatískan karakterssigur á Haukum 22-21 í Laugardalshöllinni í gær. Stelpurnar eru þar með komnar í sjálfan úrslitaleikinn í fyrsta skiptið í sögunni og mæta þar Fram á laugardaginn klukkan 13:30
05.03.2020
Með sigri KA/Þórs á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í gær varð ljóst að bikarveisla helgarinnar varð enn pakkaðri hjá KA og KA/Þór. Það er nefnilega nóg framundan í Laugardalshöllinni og ljóst að handboltaunnendur að norðan þurfa heldur betur að koma sér suður
04.03.2020
KA/Þór leikur til úrslita í Coca-Cola bikar kvenna á laugardaginn klukkan 13:30 í Laugardalshöllinni. Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur í sögu KA/Þórs og ljóst að við þurfum öll að mæta og styðja stelpurnar til sigurs í þessum sögulega leik
03.03.2020
Stuðningsmannalag KA/Þórs er orðið að veruleika! Í tilefni af bikarævintýri stelpnanna samdi Elvar Jónsteinsson lagið Sigurinn Heim! Rúnar Eff syngur og Ármann Einarsson í Tónræktinni sá um undirspil sem og upptöku á laginu