Fréttir

Háspennuleikur KA og Aftureldingar árið 2001

Deildarmeistarar KA og Afturelding mættust í oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta þann 21. apríl árið 2001. Úr varð einhver mest spennandi leikur í sögu KA-Heimilisins sem varð tvíframlengdur og fór á endanum í bráðabana

KA fyrst liða í Meistaradeild Evrópu

KA varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta skiptið árið 1997 og fékk fyrir vikið þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu tímabilið 1997-1998. Þar voru mótherjar KA liðsins Litháensku meistararnir í liði Granitas Kaunas og var leikið heima og heiman

Fyrstu Íslandsmeistarar kvenna hjá KA

Árið 2002 var ansi gjöfult fyrir handknattleiksdeild KA en ekki nóg með að meistaraflokkur karla varð Íslandsmeistari öðru sinni þá unnust alls sex Íslandsmeistaratitlar í keppni yngri flokka. Þar á meðal var sigur unglingaflokks kvenna sem var fyrsti Íslandsmeistaratitill KA í kvennaflokki í handboltanum

KA Íslandsmeistari 1997 - Leiðin til sigurs

KA varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta skiptið árið 1997 en fram að því hafði liðið tvívegis orðið Bikarmeistari og einu sinni Deildarmeistari. KA hafði tapað í lokaúrslitum Íslandsmótsins undanfarin tvö ár og því var eðlilega fagnað af mikilli innlifun þegar liðið landaði þeim stóra eftir frábæra úrslitakeppni

Þegar KA lagði Ungverska risann

KA varð Bikarmeistari karla í handknattleik annað árið í röð þegar liðið hampaði titlinum árið 1996. KA lék því aftur í Evrópukeppni Bikarhafa og var reynslunni ríkari eftir flottan árangur árið áður þar sem liðið komst í 16-liða úrslit keppninnar og sló meðal annars út Viking Stavanger frá Noregi sem við rifjuðum upp í gær

Seier'n er vår! - Sigur í fyrsta Evrópuverkefninu

Handknattleikslið KA varð Bikarmeistari árið 1995 og tryggði með því þátttökurétt í Evrópukeppni Bikarhafa tímabilið 1995-1996. Þetta var í fyrsta skiptið sem KA tók þátt í Evrópukeppni í handbolta og var eftirvæntingin eðlilega mikil hjá liðinu sem og stuðningsmönnum KA

KA Íslandsmeistari í handbolta árið 2002

Það er komið að því að rifja upp oddaleik KA og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta árið 2002. KA liðið sem hafði lent 2-0 undir hafði jafnað einvígið í 2-2 og tókst loks hið ómögulega og hampaði titlinum eftir frábæran síðari hálfleik í oddaleiknum sem vannst 21-24 að Hlíðarenda

Þegar KA tryggði sér úrslitaleik um titilinn 2002

Úrslitaeinvígi KA og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta árið 2002 var ógleymanlegt. KA liðið tapaði fyrstu tveimur leikjunum og var því komið í ansi erfiða stöðu enda þurfti Valur aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn

Myndband frá bikarsigri 4. flokks yngri

KA varð Bikarmeistari á yngra ári í 4. flokki karla í handbolta árið 2020. Strákarnir léku til úrslita í Coca-Cola bikarnum er þeir mættu FH í Laugardalshöllinni þann 8. mars. Strákarnir voru vel stemmdir, tóku forystuna strax frá upphafi og unnu að lokum 14-24 stórsigur

Endurkoma KA gegn Haukum 2002

Við höldum áfram að rifja upp skemmtileg augnablik úr sögu KA og nú rifjum við upp eina mögnuðustu endurkomu í handboltasögu KA. Hún kom í fyrri undanúrslitaleik KA og Hauka árið 2002 en Haukar sem voru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar leiddu 16-8 í hálfleik. Útlitið var því ansi svart en KA liðið gafst svo sannarlega ekki upp