01.06.2022
Anna Þyrí Halldórsdóttir og Einar Birgir Stefánsson skrifuðu í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA og KA/Þór. Bæði eru þau lykilleikmenn hjá liðunum og gríðarlega jákvætt að halda þeim báðum áfram innan okkar raða
01.06.2022
Gauti Gunnarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og mun því leika með liðinu á næstu leiktíð. Gauti er gríðarlega spennandi tvítugur örvhentur leikmaður sem gengur til liðs við KA frá ÍBV
30.05.2022
Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka í 5.-7. flokk í sumar. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs en leikmenn meistaraflokka munu aðstoða við æfingarnar og miðla af sinni reynslu og þekkingu til iðkenda
26.05.2022
Lokahóf yngriflokka KA og KA/Þórs fór fram í KA-Heimilinu í gær og var ansi gaman að sjá hve góð mætingin var hjá iðkendum okkar. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá var í boði og ríkti mikil gleði á svæðinu enda frábær uppskera að baki í vetur
25.05.2022
Handknattleiksdeild KA hélt lokahóf sitt á Vitanum í gærkvöldi þar sem nýloknu tímabili hjá KA og KA/Þór var fagnað. Karlalið KA heldur áfram að stíga mikilvæg skref áfram í sinni þróun en strákarnir léku til úrslita í bikarnum
23.05.2022
Lokahóf yngriflokka KA og KA/Þórs í handbolta verður haldið á miðvikudaginn klukkan 17:00 í KA-Heimilinu. Frábærum handboltavetri er nú lokið og við hæfi að kveðja tímabilið með stæl með skemmtilegum leikjum og fjölbreyttri dagskrá
21.05.2022
KA varð í dag Íslandsmeistari á eldra ári 4. flokks karla í handbolta eftir glæsilegan sigur á Aftureldingu í úrslitaleik. Strákarnir á yngra ári voru einnig í úrslitum en þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn ÍR
20.05.2022
Um helgina fer fram fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins í handknattleik hjá 6. flokki karla og kvenna hér á Akureyri. Leikið er í Íþróttahöllinni, KA-Heimilinu og Íþróttahúsi Glerárskóla og hefst mótið í dag, föstudag. Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst
16.05.2022
Skarphéðinn Ívar Einarsson og Hildur Lilja Jónsdóttir eru bæði í U18 ára landsliðum Íslands í handbolta sem koma saman á næstunni til æfinga. Drengjalandsliðið kemur saman til æfinga 26.-29. maí næstkomandi og í kjölfarið verður lokahópur fyrir verkefni sumarsins gefinn út en Heimir Ríkarðsson stýrir liðinu
16.05.2022
KA/Þór á tvo fulltrúa í U16 ára landsliði Íslands í handbolta sem leikur tvo æfingaleiki gegn Færeyjum dagana 4. og 5. júní næstkomandi. Þetta eru þær Bergrós Ásta Guðmundsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir og óskum við stelpunum til hamingju með valið