30.05.2022
Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka í 5.-7. flokk í sumar. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs en leikmenn meistaraflokka munu aðstoða við æfingarnar og miðla af sinni reynslu og þekkingu til iðkenda
26.05.2022
Lokahóf yngriflokka KA og KA/Þórs fór fram í KA-Heimilinu í gær og var ansi gaman að sjá hve góð mætingin var hjá iðkendum okkar. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá var í boði og ríkti mikil gleði á svæðinu enda frábær uppskera að baki í vetur
25.05.2022
Handknattleiksdeild KA hélt lokahóf sitt á Vitanum í gærkvöldi þar sem nýloknu tímabili hjá KA og KA/Þór var fagnað. Karlalið KA heldur áfram að stíga mikilvæg skref áfram í sinni þróun en strákarnir léku til úrslita í bikarnum
23.05.2022
Lokahóf yngriflokka KA og KA/Þórs í handbolta verður haldið á miðvikudaginn klukkan 17:00 í KA-Heimilinu. Frábærum handboltavetri er nú lokið og við hæfi að kveðja tímabilið með stæl með skemmtilegum leikjum og fjölbreyttri dagskrá
21.05.2022
KA varð í dag Íslandsmeistari á eldra ári 4. flokks karla í handbolta eftir glæsilegan sigur á Aftureldingu í úrslitaleik. Strákarnir á yngra ári voru einnig í úrslitum en þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn ÍR
20.05.2022
Um helgina fer fram fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins í handknattleik hjá 6. flokki karla og kvenna hér á Akureyri. Leikið er í Íþróttahöllinni, KA-Heimilinu og Íþróttahúsi Glerárskóla og hefst mótið í dag, föstudag. Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst
16.05.2022
Skarphéðinn Ívar Einarsson og Hildur Lilja Jónsdóttir eru bæði í U18 ára landsliðum Íslands í handbolta sem koma saman á næstunni til æfinga. Drengjalandsliðið kemur saman til æfinga 26.-29. maí næstkomandi og í kjölfarið verður lokahópur fyrir verkefni sumarsins gefinn út en Heimir Ríkarðsson stýrir liðinu
16.05.2022
KA/Þór á tvo fulltrúa í U16 ára landsliði Íslands í handbolta sem leikur tvo æfingaleiki gegn Færeyjum dagana 4. og 5. júní næstkomandi. Þetta eru þær Bergrós Ásta Guðmundsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir og óskum við stelpunum til hamingju með valið
16.05.2022
Strákarnir á yngra ári 5. flokks karla í handboltanum unnu gull í efstu deild á lokamóti Íslandsmótsins sem fram fór um helgina á Ísafirði. Fyrir sigurinn á mótinu fengu þeir Vestfjarðarbikarinn stóra og fræga en strákarnir unnu alla leiki sína um helgina
15.05.2022
KA mun leika um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta bæði á eldra og yngra ári 4. flokks karla en bæði lið unnu góða sigra í undanúrslitunum í KA-Heimilinu um helgina. Leikið verður til úrslita á laugardaginn og ansi spennandi dagur framundan hjá okkur KA fólki