30.05.2023
Handknattleiksdeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur fyrir komandi tímabil þegar þeir Nicolai Horntvedt Kristensen og Ott Varik skrifuðu undir samning við félagið
26.05.2023
Matea Lonac skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin liðinu út tímabilið 2024-2025. Þetta eru algjörlega frábærar fréttir enda hefur Matea verið einn allra besti markvörður Olísdeildarinnar undanfarin ár og var valin besti leikmaður KA/Þórs á nýliðnum vetri
25.05.2023
Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka fædd 2004-2014 í sumar. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs en leikmenn meistaraflokka munu aðstoða við æfingarnar og miðla af sinni reynslu og þekkingu til iðkenda
20.05.2023
Lokahóf yngriflokka KA og KA/Þórs í handboltanum fór fram í KA-Heimilinu í gær. Mögnuðu tímabili var þá slaufað með hinum ýmsu leikjum og pizzuveislu. Tveir Íslandsmeistaratitlar unnust í vetur en stelpurnar í 4. og 6. flokki KA/Þórs áttu frábært tímabil og voru hylltar á lokahófinu
17.05.2023
Lokahóf yngriflokka KA og KA/Þórs í handbolta verður haldið á föstudaginn klukkan 15:00 í KA-Heimilinu. Mögnuðum handboltavetri er að ljúka og við hæfi að kveðja tímabilið með stæl með skemmtilegum leikjum og fjölbreyttri dagskrá
10.05.2023
Dagur Gautason hefur skrifað undir samning við norska liðið ØIF Arendal. Þetta er gríðarlega spennandi skref hjá okkar manni og óskum við honum góðs gengis í norsku úrvalsdeildinni
06.05.2023
Handknattleiksdeild KA hélt lokahóf sitt á dögunum þar sem leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og sjálfboðaliðar gerðu upp nýlokinn vetur. Breytingar eru framundan bæði hjá karlaliði KA og kvennaliði KA/Þórs og voru nokkrir mikilvægir einstaklingar heiðraðir fyrir þeirra framlag til handboltans
03.05.2023
Andri Snær Stefánsson hefur tilkynnt stjórn KA/Þórs að hann muni láta staðar nema og hætta þjálfun á liði meistaraflokks félagsins. Andri Snær hefur stýrt meistaraflokki KA/Þórs undanfarin þrjú tímabil og má með sanni segja að sá kafli hafi verið heldur betur blómlegur og voru stór skref stigin fram á við