01.09.2025
Hinn stórskemmtilegi handboltaleikjaskóli KA fyrir hressa krakka á aldrinum 2-5 ára fer af stað á sunnudaginn (7. september). Skólinn hefur slegið í gegn undanfarin ár og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og prófa
01.09.2025
Handboltaveislan er að hefjast gott fólk og verður kynningarkvöld KA og KA/Þórs á föstudaginn í KA-Heimilinu. Léttar veitingar verða í boði og er þetta frábær leið til að kynnast liðunum okkar fyrir átök vetrarins
21.08.2025
Handboltaveturinn er að fara af stað og tekur vetrartaflan í starfi KA og KA/Þórs gildi á mánudaginn (25. ágúst) og erum við afar spennt að fara á fullt aftur
15.08.2025
Guðmundur Helgi Imsland skrifaði í gær undir samning hjá Handknattleiksdeild KA og spilaði strax sinn fyrsta leik fyrir félagið er hann kom inn á í 29-23 sigri KA á Þór í opnunarleik KG Sendibílamótsins
07.08.2025
Einar Rafn Eiðsson skrifaði í dag undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA og verður nú spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og verður því Andra Snæ Stefánssyni þjálfara liðsins innan handar bæði innan sem utan vallar