Fréttir

Akureyri - Afturelding á fimmtudag kl. 18:30

Akureyri tekur á móti Aftureldingu í KA-Heimilinu á fimmtudaginn klukkan 18:30. Leikurinn er liður í 12. umferð Olís deildarinnar.

Flottur sigur á Fjölni

Stelpurnar í KA/Þór unnu frábæran sigur á Fjölni í KA-heimilinu um helgina. Þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni í vetur. Lokatölur urðu 37-26.

Akureyri - ÍR á fimmtudaginn

Akureyri tekur á móti ÍR í KA-Heimilinu á fimmtudaginn í Olís deild karla. Á laugardaginn tekur Akureyri síðan á móti Gróttu 2 í CocaCola bikar karla.

Akureyri með heimaleik gegn Gróttu í dag, mánudag

Flottur árangur hjá eldra ári 5. flokks karla og kvenna í Eyjum um helgina

Eldri ár 5. flokks karla og kvenna kepptu á fyrstu Íslandsmótum vetrarins í Vestmannaeyjum um helgina. Óhætt er að segja að árangurinn hafi verið frábær. Stelpurnar unnu 2. deild og tryggðu sér rétt til að spila í 1. deild á næsta móti. Lið 1 hjá strákunum gerðu sér lítið fyrir og unnu 1. deildina og lið tvö hjá strákunum lentu í 2. sæti í sinni deild. Frekari pistlar ættu að berast von bráðar þegar þjálfarar hafa gefið sína skýrslu. Framtíðin er björt hjá þessum flotta hóp okkar og verður gaman að fylgjast með þeim í vetur.

KA/Þór með heimaleik gegn Val í dag, föstudag

Þegar KA varð Bikarmeistari 1995 (myndbönd)

Akureyri - Haukar í dag, fimmtudag

Það er óhætt að segja að það verði stórleikur í KA heimilinu á fimmtudaginn þegar Akureyri mætir Íslandsmeisturum Hauka í Olís-deild karla.

Handboltaveisla á sunnudaginn - frítt á leikinn!

Íslandsbanki býður öllum frítt á leik Akureyrar og Vals þannig að það er um að gera að nýta sér þetta kostaboð. Sala á ársmiðum og gullkortum fyrir leikinn.

KA heimilið heimavöllur Akureyrar í vetur

Stjórn og aðstandendur Akureyrar Handboltafélags hafa tekið þá ákvörðun að skipta um heimavöll félagsins. Heimaleikir félagsins á komandi tímabili verða leiknir í KA heimilinu.