22.03.2013
Einn leikur verður hjá 3fl karla í KA heimilinu á laugardaginn kl 14:30 á móti HK og minni svo á leik meistaraflokks kvenna, KA/Þór
á móti Gróttu í KA heimilinu sama dag kl 16:00
20.03.2013
Meistaraflokkur KA/Þór leikur sinn síðasta leik í 2. deildinni á laugardaginn klukkan 16:00. Andstæðingurinn er Grótta en KA/Þór stelpurnar þurfa stig úr leiknum og myndu þar með tryggja sér sigur í deildinni. Ef það gengur
eftir fá þær bikarinn afhentan í leikslok.
Staðan í deildinni er þannig í dag að KA/Þór er efst með 29 stig, Víkingur í 2. sæti með 28 stig og Grótta í 3.
sæti með 21 stig, en öll liðin eru búin með 17 leiki af 18. Við hvetjum alla til að koma í KA-heimilið og styðja stelpurnar í þeirri
baráttu.
20.03.2013
Það
gera sér væntanlega allir grein fyrir mikilvægi leiks Akureyrar og Aftureldingar á fimmtudaginn. Bæði liðin eru í hópi þeirra liða sem
geta fallið úr deildinni en auk þeirra eru Valur og HK í þeim hópi. Það er því til mikils að vinna fyrir bæði lið. Sigur
í leiknum myndi gulltryggja Akureyri sæti í deildinni og þar með myndu Afturelding og Valur lenda í tveim neðstu sætum deildarinnar, annað
liðið falla beint en hitt fara í umspil ásamt liðunum í 2. – 4. sæti fyrstu deildarinnar.
19.03.2013
KA/Þór í 4. flokk kvenna á yngra ári tryggði sér deildarmeistaratitilinn í annari deild um helgina.
07.03.2013
Aðeins einn heimaleikur verður um helgina en 6 útileikir
07.03.2013
Þeir sem
hyggjast nýta sér frábært tilboð SBA á sætaferðum þurfa að drífa sig að bóka sæti, helst fyrir klukkan 16:30
í dag þannig að tryggt sé að ferðirnar verði farnar. Verðið er mjög hagstætt eða einungis 5.000 krónur fram og til baka.
Hægt er að bóka sæti í ferðina hér neðar á síðunni.
07.03.2013
Við höldum
áfram að koma okkur í stemmingu fyrir helgina og rifjum upp bikarævintýri Akureyringa. Að þessu sinni skoðar heimasíða Akureyrar
Handboltafélags umfjöllun um einhvern magnaðasta úrslitaleik sem fram hefur farið á Íslandi og jafnvel þó víðar væri leitað.
Þetta var úrslitaleikur bikarsins árið 1995 þar sem KA sigraði Val með einu marki, 27-26 í tvíframlengdum leik fyrir framan troðfulla
Laugardalshöll.
06.03.2013
Það er ekki á hverjum degi sem Akureyringar eiga lið sem berjast um stóru titlana. Á heimasíðu Akureyrar Handboltafélags er hægt að
skoða upprifjun frá bikarúrslitunum 2004. Þá léku KA og Fram til úrslita í bikarkeppninni, sem þá hét SS-Bikarinn.
Þeir fjölmörgu Akureyringar sem voru í Laugadalshöllinni muna klárlega eftir magnaðri stemmingunni í stúkunni fyrir leik að maður tali
nú ekki um meðan á leiknum stóð. Ekki spillti gleðinni að bikarinn kom hingað norður eftir afgerandi sigur KA liðsins 31-23.
05.03.2013
Það styttist óðum í bikarúrslitahelgina og rétt að stuðningsmenn fari að
hyggja að miðakaupum. Félögin sem eiga lið í úrslitakeppninni fá ákveðinn fjölda miða til að selja á sína leiki og
eru það í rauninni einu tekjur þeirra af miðasölunni.
Við hvetjum því stuðningsmenn Akureyrar Handboltafélags til að kaupa miðana á sölustöðum félagsins. Forsala er í gangi nú
þegar á leik Akureyrar og Stjörnunnar hjá BK-Kjúklingur á Grensásvegi í Reykjavík og veitingastaðnum Bryggjan, Skipagötu
12 á Akureyri.
05.03.2013
Tveir heimaleikir verða í KA heimilinu og þeir eru