20.09.2013
KA/Þór leikur sinn fyrsta leik í Olís-deild kvenna um helgina þegar þær mæta Selfossi á Selfossi. Liðið er að taka
þátt í efstu deild á nýjan leik, eftir eins árs fjarveru.
18.09.2013
Loksins er komið að leikdegi í úrvalsdeild hjá
meistaraflokki karla. Deildin hefur fengið nýtt nafn, heitir að þessu sinni Olís-deildin. Fyrstu mótherjar Akureyrar eru engir aðrir en Íslandsmeistarar
Fram. Leikmenn ætla svo sannarlega að sýna að þeir séu tilbúnir í slaginn og vonast að sjálfsögðu til að fá fulla
höll í fyrsta leik.
Við minnum á hversu frábær skemmtun það er að koma á alvöru handboltaleik. Líkt og í fyrra verður opið gæsluherbergi
fyrir yngstu börnin þar sem þau geta leikið sér í ýmsum boltaleikjum.
16.09.2013
Boðað er til stutts fundar með foreldrum leikmanna 5. flokks karla karla miðvikudaginn 18. september. Fundað verður í
fundarsal KA heimilisins og er áætlað að fundurinn standi frá klukkan 18:30 til klukkan 19:00. Helstu dagskrárliðir eru:
Vetrarstarfið
Keppnisferðir
Kynning á þjálfurum flokksins
Fulltrúi unglingaráðs mætir á fundinn og spjallar við foreldra.
Eins og áður segir, klukkan 18:30 - 19:00 miðvikudaginn 18. september í fundarsal KA-heimilisins.
14.09.2013
Í dag fer fram forkeppni hjá 2. flokki karla þar sem keppt er um hvaða lið leika í 1. deild í vetur eða verða í 2. deild. Liðunum er skipt
í fjóra riðla og eru Akureyri, Valur og ÍR í D-riðli sem leikinn verður hér á Akureyri á laugardaginn. Það verður
því fjör í Íþróttahöllinni þar sem þetta þriggja liða mót verður drifið af í einum grænum.
11.09.2013
Það er
orðin löng hefð fyrir því að hefja handboltavertíðina með kynningarfundi þar sem farið er yfir starfsemi félagsins og ekki síst
að kynna leikmannahópinn fyrir stuðningsmönnum. Fimmtudaginn 12. september, klukkan 20:00 er komið að kynningunni og hvetjum við allt áhugafólk um
handbolta til að koma í Íþróttahöllina og kynna sér starfsemi og leikmannahóp Akureyrar Handboltafélags í vetur.
07.09.2013
Opna Norðlenska mótið hófst með tveimur leikjum í gær, föstudag. í fyrri leiknum mættust Akureyri og Fram, Akureyri byrjaði betur og
náði þriggja marka forystu, 6-3 en þá svaraði Framliðið með fimm mörkum í röð. Fram hélt frumkvæðinu í
leiknum nema hvað Akureyri skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og leiddi 15-14 í hálfleik.
Akureyrarliðið tók síðan öll völd í seinni hálfleik, skoraði fimm fyrstu mörkin og hélst sex marka munur lengst af en Fram
klóraði í bakkann undir lokin með fjórum síðustu mörkum leiksins sem endaði með tveggja marka sigri Akureyrar 24-22.
05.09.2013
Eins og undanfarin ár hefjum við forleik að handboltavertíðinni með
æfingamótinu Opna Norðlenska. Að þessu sinni taka fjögur lið þátt í mótinu, þrjú gestalið, Fram, Stjarnan
og Valur auk heimamanna.
Það verður virkilega forvitnilegt að sjá hvernig nýir leikmenn Akureyrar spjara sig en fimm nýir leikmenn komu til liðs við Akureyri
Handboltafélag í sumar:
05.09.2013
Helgina 13.-15. september verður haldið
C-stigs dómaranámskeið fyrir handboltadómara, en það er efsta stig dómararéttinda.
Skráning fer fram á robert@hsi.is og lýkur föstudaginn 6. september nk.
Þátttakendur skulu taka fram við skráningu nafn, kennitölu, félag, tölvupóstfang og síma. Allar frekari upplýsingar eru hjá
robert@hsi.is
30.08.2013
Nú er
handboltavertíðin að byrja og æfingataflan komin á heimasíðuna. Æfingar munu hefjast samkvæmt tímatöflu mánudaginn 2.
september. Margir foreldrar yngstu iðkendanna hafa haft samband og spurt um tímana og eru þar að hugsa um frístund í skólunum. Æfingatímar
þeirra yngstu eru tilbúnir og eru þeir eftirfarandi:
16.08.2013
Akureyrar liðið
tekur þessa dagana þátt í alþjóðlegu handknattleiksmóti í Þýskalandi ásamt ýmsum stórliðum
Evrópu. Mótið heitir Der Handball Champions Cup og hefst í dag með tveimur leikjum í hvorum riðli. Akureyri leikur við slóvensku mestarana í
RK Gorenje Valenje klukkan 19:00 að þýskum tíma sem myndi vera klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Mótið er nú haldið í 11. sinn og
í sjötta sinn sem það fer fram í bænum Dessau.