Fréttir

Handboltaskóli Bjarna Fritz 10. - 21. júní

Handboltaskóli Bjarna Fritz verður haldinn á Akureyri 10. - 21. júní og er ætlaður ungmennum 10 ára og eldri. Aðstoðarmaður Bjarna á námskeiðinu er enginn annar en Oddur Gretarsson og munu þeir án efa mynda flott teymi. Skipt verður í hópa eftir aldri og því munu strákar og stelpur æfa saman. Handboltaskólinn verður frá mánudeginum 10. júní til föstudagsins 21. júní.

Lokahóf handknattleiksdeildar

Lokahóf handknattleiksdeildar yngri flokka KA verður haldið föstudaginn 17. maí frá klukkan 18:00 til 20:00 í KA heimilinu. Farið verður í leiki og verðlaun veitt fyrir árangur vetrarins. Að vanda verður heljarinnar pizzuveisla frá Greifanum. Allir iðkendur eru hvattir til að mæta með pabba, mömmu og systkinum. Höfum gaman saman og fögnum árangri vetrarins og þjöppum okkur saman fyrir næsta vetur!

Fundur um málefni meistaraflokks kvenna

Á mánudaginn klukkan 19:30, strax eftir æfingu hjá meistaraflokki, verður fundur um málefni flokksins.  Það þarf að skipa stjórn, ákveða hvort farið verður í deildarkeppnina og skoða þjálfaramál. Sjáumst sem flest.

Leikur dagsins: Akureyri – Valur í úrslitakeppni 2. flokks

Handknattleikstímabilið er hreint ekki búið fyrir Akureyringa þar sem 2. flokkur Akureyri Handboltafélags heldur merkinu uppi þessa dagana. Í kvöld (mánudaginn 15. apríl) leika strákarnir gegn Val hér í Íþróttahöllinni og hefst leikurinn klukkan 19:00. Það eru leikin 8 liða úrslit í 2. flokki þar sem efstu sex liðin í deildarkeppninni leiða saman hesta sína ásamt tveim efstu úr 2. deildinni.

Úrslit leikja og lokastaða á Íslandsmóti 5. flokks karla og kvenna

Nú um helgina fer fram fimmta umferð Íslandsmótsins hjá 5. flokki karla og kvenna, yngra árs í handknattleik. Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst. Smelltu á lesa meira til að sjá úrslit og tímasetningar.

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA þriðjudaginn 9. apríl

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn í KA heimilinu þriðjudaginn 9. apríl klukkan 20:30. Dagskrá :  Venjuleg aðalfundarstörf. Allir sem hafa áhuga á handbolta eru velkomnir á fundinn. Stjórnin

Næstu leikir

Kl 12:00 á morgun þriðjudag mun 4fl stúlkna KA/Þór á yngra ári spila á móti Val í KA heimilinu og á miðvikudaginn er útileikur hjá 4fl drengja (KA 2) á yngra ári á móti Þór Akureyri og byrjar leikurinn kl 18:00 í Síðuskóla

Vilt þú starfa í ungmennaráði K.A ?

Í haust var stofnað ungmennaráð innan K.A og tilgangurinn með ráðinu er að fá fleiri krakka/unglinga til að koma að starfinu í félagsheimilinu.

KA/Þór deildarmeistarar í 2. deild kvenna - myndir

Stelpurnar í meistaraflokki KA/Þór tóku í gær á móti Gróttu í 2. deildinni (utandeildinni) og þurftu á stigi að halda til að gulltryggja deildarmeistaratitilinn. Gróttuliðið sem er í 3. sæti deildarinnar lét KA/Þór hafa fyrir hlutunum í upphafi leiks en jafnt var á með liðunum fyrsta korterið í leiknum. KA/Þór náði þá þriggja marka forskoti sem hélst út hálfleikinn en hálfleiksstaðan var 13-10.

3. flokkur karla – deildarmeistarar

3. flokkur karla varð í dag deildarmeistari í 2. deild karla í handbolta. Síðasti leikur þeirra var gegn HK sem átti möguleika á að ná KA að stigum og ná þannig titlinum.