Fréttir

Sigur hjá 3. flokki karla - myndir

Á sunnudaginn tóku strákarnir í 3. flokki KA á móti sameiginlegu liði Fjölnis og Fylkis í 1. deildarkeppninni. Leikið var í KA heimilinu og fóru heimamenn með þriggja marka sigur 27-24. Það var ekki auðvelt í fyrstu að greina hvaða lið voru eiginlega keppa því bæði léku í KA-búningum eins og sjá má meðfylgjandi myndum Hannesar Péturssonar. Til að taka af allan vafa þá eru það KA menn sem eru í gulu búningunum.

Hellingur af myndum frá 6. flokksmótinu um helgina

Það var mikið fjör á Íslandsmóti 6. flokks karla og kvenna um helgina en leikið var í KA-heimilinu og Íþróttahúsi Síðuskóla. Okkur hefur borist fjöldi ljósmynda frá mótinu, bæði frá Þóri Tryggvasyni og Hannesi Péturssyni. Hér að neðan er hægt að fletta í gegnum myndsöfnin.

Fínasta ferð suður hjá 4. flokki kvenna um helgina

Lagið meiðslalistinn kom upp í huga þjálfara fyrir helgina þar sem meiðsli svo sem puttabrot, handabrot og ökklabrot eru að hrjá nokkrar stúlkur. Ekki vænkaðist svo hagur flokksins þegar ein bættist við með snúinn ökkla eftir píptest í skólanum. Þar fyrir utan voru fimm stúlkur fjarverandi út af skólaferðalagi og öðru. Það var því lágmarksfjöldi þriggja liða sem steig upp í rútuna á fallegum laugardagsmorgni með þrjár hressar stelpur úr 5. flokki að láni.

Íslandsmót 6. flokks karla og kvenna á Akureyri 11.-12. október 2013

Nú um helgina fer fram fyrsta umferð Íslandsmótsins hjá 6. flokki karla og kvenna, yngra árs í handknattleik. Leikið verður í KA heimili og Síðuskóla stanslaust til kl. 14:00 á sunnudag. Um 400 þátttakendur keppa á mótinu og með fylgir herskari fylgdarmanna.  Fólk er hvatt til að koma og kíkja á leiki í mótinu um helgina. Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst. Smelltu á lesa meira til að sjá úrslit og tímasetningar.

Hamrarnir mæta Aftureldingu í Höllinni á sunnudag

Nú er komið að öðrum heimaleik Hamranna í 1. deild karla. Að þessu sinni mæta þeir Aftureldingu sem er með fullt hús eftir þrjá leiki í deildinni og sennilega með sterkasta liðið í deildinni að þessu sinni. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og fer fram í Íþróttahöllinni þar sem KA-heimilið er upptekið vegna 1. umferðar Íslandsmóts 6. flokks karla og kvenna.

Íslandsmót 6. flokks karla og kvenna á Akureyri - uppfært

Nú um helgina fer fram 1. umferð Íslandsmóts karla og kvenna í 6. flokki í handknattleik. Leikið er í KA-heimilinu og Íþróttahúsi Síðuskóla. Úrslit fram að hádegi laugardags og leikjaniðurröðun má sjá hér.

Tveir leikmenn úr KA/Þór í liði 4. umferðar

Nú hafa bæði sport.is og handbolti.org valið úrvalslið 4. umferðar Olís-deildar kvenna og er ánægjulegt að frammistaða stelpnanna í KA/Þór gegn Haukum hefur vakið athygli. Erla Hleiður Tryggvadóttir er línumaður umferðarinnar að áliti beggja miðlanna og sport.is velur Mörthu Hermannsdóttur miðjumann eða leikstjórnanda umferðarinnar.

Magnaður sigur KA/Þór á Haukum - myndir

KA/Þór gerði sér lítið fyrir í kvöld og vann frábæran sigur á Haukum, 25-24, í KA-heimilinu. Leikurinn var í járnum nánast allan tímann en lið KA/Þór var sterkara á lokasprettinum.

KA/Þór mætir Haukum í KA-heimilinu á þriðjudagskvöld.

KA/Þór mætir Haukum í KA-heimilinu á morgun, þriðjudag, í KA-heimilinu. Frítt er á völlinn og hefst leikurinn klukkan 18.30. Síðast þegar stelpurnar spiluðu í KA-heimilinu unnu þær stórsigur á Aftureldingu fyrir framan ríflega 300 áhorfendur. Það er því um að gera að mæta á völlinn til þess að hvetja stelpurnar, enda um mikilvægan leik að ræða. KA/Þór tapaði naumlega á laugardaginn fyrir Gróttu en með smá heppni hefði sá leikur unnist. Við viljum minna á að enn er hægt að kaupa ársmiða og eru þeir seldir á staðnum. Þeir kosta 5000kr stykkið og innifalið í því er kaffi og kökur í hálfleik. 

Olís-deild kvenna: Grótta vann KA/Þór í hörkuleik

Meistaraflokkur KA/Þór hélt suður á Seltjarnarnes á laugardaginn þar sem þær mættu sterku liði Gróttu. Grótta komst í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrravetur og er spáð 5. sæti í Olís-deildinni í vetur á sama tíma og KA/Þór er spáð neðsta sætinu. Leikurinn var í miklu jafnræði til að byrja með, Grótta þó með frumkvæðið. Um miðjan fyrri hálfleikinn komst KA/Þór yfir með góðum leikkafla. Grótta komst þó aftur yfir og leiddi í hálfleik 13-11.