29.09.2013
Það var sögulegur leikur hjá Hömrunum á laugardaginn þegar þeir léku sinn fyrsta leik í 1. deildinni. Sterkt samband er á milli
Hamranna og Akureyrar Handboltafélags enda eru allnokkrir leikmenn úr æfingahópi Akureyrar á láni hjá Hömrunum auk þess sem margir leikmenn
úr 2. flokki Akureyrar spreyta sig með Hömrunum og fá þannig dýrmæta reynslu. Þá voru nokkur gamalkunnug andlit í leikmannahópnum
sem hafa tekið fram skóna og sýndu að þeir kunna ýmislegt fyrir sér.
28.09.2013
Frábær mæting var í KA-heimilið í dag þegar að KA/Þór burstaði Aftureldingu í Olís-deild kvenna. Ríflega 350 manns
sáu stúlkurnar vinna 31-23. Sigurinn var aldrei í hættu en Aftureldingu var spáð 11. sæti deildarinnar en KA/Þór því
tólfta.
27.09.2013
Stúlkurnar í KA/Þór leika gegn Aftureldingu í
Olís-deild kvenna á laugardaginn í KA-heimilinu. Leikurinn hefst klukkan 13.30 en það verður mikið húllumhæ í félagsheimili KA-manna
fyrir leik. Frítt er á völlinn og eru allir hvattir til þess að mæta og styðja stelpurnar.
27.09.2013
Í kjölfar KA-dagsins á laugardag hefst mikil handboltaveisla í KA-heimilinu. Klukkan 13:30 leikur KA/Þór sinn fyrsta heimaleik í Olís-deildinni
þegar liðið tekur á móti Aftureldingu. Þar á eftir er komið að sögulegum leik en klukkan 16:00 leikur hið nýja lið Hamranna sinn
fyrsta leik í 1. deild en mótherjar Hamaranna eru Þróttarar.
Á sama tíma leikur Akureyri Handboltafélag við ÍR en sá leikur fer fram í Reykjavík en verður sýndur beint á RÚV.
Seinna á laugardaginn, eða klukkan 19:15 leikur 3. flokkur KA gegn Selfyssingum og sömu lið mætast síðan aftur á sunnudaginn klukkan 12:15.
Báðir þessir leikir verða í KA heimilinu.
26.09.2013
Akureyri byrjaði tímabilið með sannfærandi sigri á Íslandsmeisturum Fram í fyrstu umferð deildarinnar sem var leikin í síðustu
viku.
Nú á laugardaginn heldur meistaraflokkur liðsins í sinn fyrsta útileik þegar liðið mætir bikarmeisturum ÍR á heimavelli
þeirra í Austurbergi. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV.
23.09.2013
Nú liggur fyrir hver verða æfingajöld hjá yngri flokkum KA í vetur. Innheimta gjaldanna er að hefjast eins og kemur fram hér að að neðan svo
og upplýsingar um hvað er innifalið og greiðslumöguleikar.
Athugið að það er frítt að æfa í september þannig að allir geta komið og prófað.
21.09.2013
Kvennalið KA/Þór hóf leik í dag í Olís-deild kvenna, á nýjan leik eftir eins árs fjarveru. Þær léku gegn
Selfossi á Selfossi og þurftu að lúta í gras, 24-25, eftir spennandi viðureign. Olís-deildin er rétt að fara af stað og er næsti leikur
stelpnanna heimaleikur í KA-heimilinu á laugardaginn næsta.
20.09.2013
KA/Þór leikur sinn fyrsta leik í Olís-deild kvenna um helgina þegar þær mæta Selfossi á Selfossi. Liðið er að taka
þátt í efstu deild á nýjan leik, eftir eins árs fjarveru.
18.09.2013
Loksins er komið að leikdegi í úrvalsdeild hjá
meistaraflokki karla. Deildin hefur fengið nýtt nafn, heitir að þessu sinni Olís-deildin. Fyrstu mótherjar Akureyrar eru engir aðrir en Íslandsmeistarar
Fram. Leikmenn ætla svo sannarlega að sýna að þeir séu tilbúnir í slaginn og vonast að sjálfsögðu til að fá fulla
höll í fyrsta leik.
Við minnum á hversu frábær skemmtun það er að koma á alvöru handboltaleik. Líkt og í fyrra verður opið gæsluherbergi
fyrir yngstu börnin þar sem þau geta leikið sér í ýmsum boltaleikjum.
16.09.2013
Boðað er til stutts fundar með foreldrum leikmanna 5. flokks karla karla miðvikudaginn 18. september. Fundað verður í
fundarsal KA heimilisins og er áætlað að fundurinn standi frá klukkan 18:30 til klukkan 19:00. Helstu dagskrárliðir eru:
Vetrarstarfið
Keppnisferðir
Kynning á þjálfurum flokksins
Fulltrúi unglingaráðs mætir á fundinn og spjallar við foreldra.
Eins og áður segir, klukkan 18:30 - 19:00 miðvikudaginn 18. september í fundarsal KA-heimilisins.