23.11.2013
Um síðustu helgi mætti meistaraflokkur KA/Þór í Fylkishöllina í Árbænum og mætti heimakonum í Fylki. Leiknum lauk með jafntefli 29-29 eftir að KA/Þór hafði leitt 14-15 í hálfleik.
22.11.2013
Strákarnir í 2. flokki Akureyrar leika sína fyrstu heimaleiki um helgina. Á laugardaginn klukkan 15:30 mæta þeir Selfyssingum og veður leikið í Íþróttahöllinni. Sömu lið mætast svo aftur á sama stað á sunnudaginn klukkan 10:30.
20.11.2013
Það er komið að heimaleik í Olís-deildinni, loksins segja margir enda hefur Akureyri aðeins leikið þrjá heimaleiki það sem af er tímabilinu. Að þessu sinni eru það ríkjandi bikarmeistarar ÍR sem koma í heimsókn og engin hætta á öðru en að þeir mæti dýrvitlausir til leiks.
20.11.2013
Yngra ár KA/Þórs spilaði samtals þrjá leiki um helgina. Hvort lið spilaði einn leik í deildinni og sameiginlegt lið yngra árs spilaði í bikarnum.
04.11.2013
Yngra árið hjá KA/Þór átti erfiða helgi fyrir höndum þegar lagt var af stað á föstudagsmorgun. Fyrir láu þrír leikir. KA/Þór1 átti leik gegn ÍBV á Selfossi og KA/Þór2 átti leiki gegn Selfoss og Val.
26.10.2013
Hamrarnir mæta Selfyssingum í 1. deild karla í handbolta í dag og leikið er í KA-heimilinu. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er frítt á völlinn.
23.10.2013
Eftir tvo útileiki í röð er komið að þriðja heimaleik Akureyrarliðsins í Olís-deild karla og hann fer einmitt fram á venjulegum tíma eða klukkan 19:00 á fimmtudegi.
Mótherjarnir eru engir aðrir en Hafnarfjarðarstórveldið Haukar og ef að líkum lætur þá verður hart tekist á í þessum leik eins og alltaf þegar Haukarnir koma í heimsókn.
22.10.2013
Á laugardaginn spiluðu stelpurnar í KA/Þór gegn Gróttu í Íþróttahöllinni á Akureyri. KA heimilið var upptekið fyrir dansiball þannig að Höllin var það heillin.
20.10.2013
KA/Þór fékk erfitt verkefni í dag þegar stelpurnar mættu Íslandsmeisturum Fram í KA heimilinu.
16.10.2013
3. flokkur kvenna hjá KA/Þór í handbolta lék tvo leiki fyrir sunnan um síðustu helgi. Fyrri leikurinn var gegn Val á Hlíðarenda
á föstudagskvöldið en sá síðari var gegn ÍR í Austurbergi á sunnudag.
Eftirfarandi pistill um helgina birtist á vefnum nordursport.net.