12.02.2012
KA/Þór stelpurnar fylgdu eftir góðum sigri á HK með því að leggja FH liðið að velli á útivelli í gær.
Grunnurinn að sigrinum var lagður í fyrri hálfleik en í hálfleik höfðu norðanstelpurnar náð fjögurra marka forystu, 8 - 12.
05.02.2012
KA/Þór tók á móti HK í N1 deild kvenna á laugardaginn. Akureyrarstelpurnar báru enga minnimáttarkennd fyrir Kópavogsstúlkum
sem eru í 3. sæti deildarinnar og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. KA/Þór hafði prýðistök á leiknum, tölurnar 8-4 og 11-7
sáust á markatöflunni en HK náði að minnka muninn í 11-8 fyrir lok hálfleiksins með marki beint úr aukakasti eftir að leiktímanum
var lokið.
02.02.2012
Þá er Evrópumeistaramótinu lokið og þar með fer N1 deildin á fulla ferð að nýju hér heima. Á fimmtudaginn fer fram heil
umferð í deildinni og fyrsti leikurinn er einmitt hér í Íþróttahöllinni þar sem við fáum firnasterkt lið HK í
heimsókn.
Leikurinn er ákaflega þýðingarmikill fyrir bæði liðin sem eru í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í vor.
Baráttan er jöfn þar sem HK og FH eru í 2. – 3. sæti, einu stigi á undan Akureyri og Fram og því augljóst að það
verður ekkert gefið eftir í þessum leik.
01.02.2012
Fimmtudaginn 2. feb kl 17:40 hefst baráttan um bæinn í KA-Heimilinu. KA-2 er í hefndarhug gegn taplausum Þórsurum. Búist er við þéttum
og skemtilegum leik og því ættu allir að mæta!!
20.01.2012
Það verður mikið um að vera í KA heimilinu í dag, föstudaginn 20. janúar, fimm handboltaleikir hjá yngri flokkum félagsins og
einn hjá 2. flokki Akureyri handboltafélags. Um að gera að koma í KA heimilið og sjá unglingana okkar í handbolta, kveikt verður á
sjónvarpinu fyrir þá sem vilja horfa á landsleikinn.
Kl. 15:30 4. flokkur karla KA-Selfoss
Kl. 16:30 3. flokkur karla KA-Selfoss
Kl. 18:00 2. flokkur karla Akureyri-Selfoss
Kl. 20:00 4. flokkur karla KA-Víkingur 1. deild
Kl. 21:00 4. flokkur karla KA-Víkingur 2. deild
19.01.2012
KA-1 mætir Selfossi í KA-Heimilinu kl. 16:30 á föstudaginn 20. jan. Selfyssingar eru á toppnum og taplausir en KA menn eru á botnum og þurfa
því á öllum þeim stuðningi að halda sem möguleiki er á, því þörf er á stigum.
15.01.2012
Grótta lagði KA/Þór með eins marks mun, 26-25, í hörkuleik í KA-heimilinu á laugardaginn í uppgjöri botnliðanna í
N1-deild kvenna í handknattleik. Leikurinn var hnífjafn nánast frá upphafi til enda. Sunna María Einarsdóttir skoraði 26 mark Gróttu rúmri
mínútu fyrir leikslok og það reyndist sigurmark leiksins. Grótta fer með sigrinum uppfyrir KA/Þór og hefur þrjú stig í sjöunda
til áttunda sæti, líkt og FH, en KA/Þór situr á botninum með tvö stig.
13.01.2012
Þórir Tryggvason sendi okkur fjölmargar myndir frá afmælishátíð KA sem haldin var sunnudaginn 8. janúar síðastliðinn.
12.01.2012
Á laugardaginn byrjar boltinn aftur að rúlla í N1 deild kvenna. Stelpurnar okkar fá þá lið Gróttu í heimsókn og hefst
leikurinn klukkan 16:00 í KA heimilinu.
Aðgangur er ókeypis og um að gera að fjölmenna og sýna stelpunum stuðning.
26.12.2011
Í dag urðu fagnaðarfundir í KA heimilinu þegar þar mættu um það bil 25 handboltakappar sem ólust að mestu upp í KA heimilinu fyrir
nokkrum árum. Það var Davíð Már Kristinsson sem hafði veg og vanda að því að smala saman gömlum handboltafélögum úr
árgöngum 1985 til 1991.
Stillt var upp í mót þriggja aldursskiptra liða og leikin þreföld umferð undir styrkri mótsstjórn Jóhannesar Bjarnasonar og Einvarðs
Jóhannssonar sem dæmdu leikina. Þó fengu Andri Snær Stefánsson og Siguróli Magni Sigurðsson einnig að spreyta sig á flautunni.
Það fór svo að lokum að yngsta liðið fór með sigur af hólmi, en mestu skipti að koma saman, hitta félagana og að allir sluppu
ómeiddir frá gleðinni.