Fréttir

KA/Þór með heimaleik gegn ÍBV á laugardaginn

Það er stórleikur hjá meistaraflokki KA/Þór á laugardaginn þegar spútniklið ÍBV mætir í KA heimilið. Með ÍBV liðinu leika a.m.k. tveir leikmenn sem voru hér fyrir nokkrum árum, þ.e.a.s. Ester Óskarsdóttir og Þórsteina Sigurbjörnsdóttir. Þær tvær eru einmitt meðal markahæstu leikmanna liðsins það sem af er. Það kostar ekkert inn á leikinn sem hefst klukkan 13:00 á laugardaginn – allir á völlinn og hvetja stelpurnar okkar!

Handboltaskóli Bjarna Fritzonar 2.-7. apríl

Handboltaskóli Bjarna Fritz  fer fram í KA heimilinu 2.-7. apríl, fyrir ungmenni 11 ára og eldri. Bjarni hefur haldið þetta námskeið í Breiðholtinu síðastliðin þrjú sumur með góðum árangri. Skipt verður í hópa eftir aldri og því munu strákar og stelpur æfa saman. Handboltaskólinn verður frá mánudeginum 2. apríl til laugardagsins 7. apríl (sjá nánar hér á eftir).

KA/Þór með útileik gegn Stjörnunni á laugardaginn

KA/Þór heldur í Garðabæinn og leikur gegn Stjörnunni í Mýrinni á laugardaginn kl. 15:00. Þetta er leikur sem þarf að vinnast ef liðið ætlar sér í úrslitakeppnina í vor.  Liðin mættust á Akureyri fyrir áramót og þá vann Stjarnan með tveggja marka mun. Það er ástæða til að hvetja stuðningsmenn á höfuðborgarsvæðinu til að koma og standa með stelpunum.

Vantar ekki hágæða WC pappír heim til þín?

Kvennalið KA/Þórs hefur til sölu frábæran WC pappír til styrktar starfseminni. Hægt er að hafa samband við leikmenn meistaraflokks eða stjórnarmenn og nálgast pappírinn. Hver pakkning með 48 gæðarúllum kostar 6.000 kr. Erlingur s:690-1078

Akureyri - HK í Íþróttahöllinni í kvöld, fimmtudag

Eftir langa bið eftir heimaleik er hún loksins á enda því að í dag fáum við HK í heimsókn. Þótt ótrúlegt megi virðast þá er þetta einungis annar heimaleikur Akureyrar á þessu ári en andstæðingarnir í síðasta heimaleik voru einmitt líka HK. Eftir sigra í síðustu þrem síðustu leikjum (öllum á útivöllum) er Akureyri komið í 4. sæti N1 deildarinnar, stigi á eftir HK sem er í 3. sætinu. Baráttan um sæti meðal fjögurra efstu liða er gríðarhörð og ekkert má gefa eftir til að halda því. Það má því líta á alla leikina fimm sem eftir eru í deildinni sem hreina úrslitaleiki.

KA/Þór með útisigur á Haukum

Stelpurnar í KA/Þór gerðu heldur betur góða ferð í Hafnarfjörð á laugardaginn þar sem þær lögðu Hauka, 26-22. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum, bæði með 6 stig en með sigrinum skaust KA/Þór upp í 6. sæti, á kostnað Hauka, sem sitja nú í 7. sæti.

Handboltaleikir hjá unglingaflokkum í KA heimilinu um helgina

Tveir leikir verða hjá 3. flokki karla föstudagskvöldið 2. mars. KA 2 tekur á móti ÍR klukkan 19:00 og strax á eftir eða klukkan 20:30 spila KA 1 og Valur. Sunnudaginn 4. mars kl. 13:00 er svo leikur hjá 4. flokki karla, en þá taka KA strákar á móti HK. Það er sem sé mikið um að vera og um að gera að koma við í KA heimilinu og hvetja sitt lið.

Handbolti - 4. flokkur kvenna kominn í bikarúrslitaleikinn

4. flokkur kvenna KA/Þór sigraði HK 19-23 í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ í Digranesi sl. föstudag .  Stelpurnar eru sem sagt komnar í úrslitaleikinn og spila við Fram næstkomandi sunnudag 26. febrúar í Laugardalshöllinni kl. 13:30

Vetrarfrí hjá 7. og 8. flokki í handboltanum

Vegna vetrarfrís í grunnskólum verður frí frá handboltaæfingum hjá 7. og 8. flokki stráka og stelpna föstudaginn 24. og laugardaginn 25. febrúar.  Sjáumst hress og endurnærð eftir helgina. Þjálfarar.

Fram liðið reyndist of stór biti fyrir KA/Þór - Myndir

Fram sigraði KA/Þór með átta mörkum í leik liðanna í N1 deildinni í gær. Leikurinn fór ágætlega af stað og jafnt á fyrstu tölum, Frida varði vítakast í stöðunni 2-2. Fram liðið sýndi í framhaldinu að það er ekki tilviljun að þær eru á toppi deildarinnar. Einhvernveginn virtist þó sem að flestar KA/Þór stelpnanna hefðu ekki alveg trú á að þær ættu möguleika í leiknum, það voru eiginlega bara Ásdís Sigurðardóttir og Martha Hermannsdóttir sem börðust í sóknarleiknum og skutu á markið.