08.10.2011
Leikurinn KA/Þór – Fjölnir í 3. flokki kvenna verður á morgun sunnudag 9. okt. kl. 12:30 í íþróttahúsi
Síðuskóla en ekki kl. 14:00 í KA heimilinu eins og áður var áætlað.
08.10.2011
Meistaraflokkur kvenna KA/Þór hefur gert samning við BK kjúkling Grensásvegi 5 í Reykjavík um að stelpurnar fari þangað að borða
fyrir útileikina. Þetta er góður samningur fyrir stelpurnar og við hvetjum alla KA menn og Þórsara að skreppa á BK kjúkling þegar
fólk á leið suður.
06.10.2011
Meistaraflokkur KA/Þór leikur sinn fyrsta leik í N1 deildinni á laugardag kl. 16:00. Leikurinn er í Digranesi við HK, en þeim hefur einmitt verið
spáð mikill velgengni í vetur og byrjuðu tímabilið á því að sigra Fram í fyrstu umferð.
29.09.2011
Það er óhætt að segja að það verði stórleikur í Höllinni í dag þegar Íslandsmeistararnir úr FH
mæta til leiks. Viðureignir liðanna frá síðasta tímabili voru margar og klárlega hápunktar tímabilsins.
Akureyrarliðið fór vel af stað í fyrsta leik síðastliðinn mánudag þegar liðið vann góðan útisigur á Aftureldingu
í Mosfellsbænum. FH ingar hins vegar töpuðu illa fyrir Fram á sínum heimavelli og koma væntanlega dýróðir í þennan leik,
staðráðnir í að komast á sigurbraut á ný.
28.09.2011
Í Morgunblaðinu í dag er kynning á liði KA/Þór sem leikur í vetur í N1 deild kvenna. M.a. er rætt við þjálfara
liðsins Guðlaug Arnarsson. Þess má geta að stelpurnar sitja hjá í fyrstu umferð deildarinnar þar sem Fylkir dró lið sitt út
úr keppninni á síðustu stundu.
Fyrsti leikur liðsins verður 8. október en það er útileikur gegn HK en þann 15. október verður fyrsti heimaleikurinn þegar FH stúlkur
koma í heimsókn.
Hér á eftir er kynningin úr Morgunblaðinu.
21.09.2011
Um síðustu helgi tók meistaraflokkur kvenna þátt í Errea-mótinu á Seltjarnarnesi. Mótið var æfingamót en auk
KA/Þór tóku Grótta, HK, ÍBV og þátt í mótinu. Meðfylgjandi eru úrslit mótsins.
19.09.2011
Fríða Rún Þórðardóttir næringafræðingur var með fyrirlestur um næringarfræði miðvikudaginn 7. september
síðastliðinn í KA heimilinu fyrir þjálfara, iðkendur og foreldra.
16.09.2011
Handknappleikskappinn Logi Geirsson kom til okkar á dögunum að kynna handboltaskó frá ASICS þar sem gerður hefur verið samningur milli
Unglingaráðs KA og Sportís um 25% afslátt af handboltaskóm fyrir iðkendur KA.
Einnig var Logi með opna æfingu þar sem mættu krakkar af öllum aldri og heppnaðist bara vel.
Hér á eftir eru nokkrar myndir sem Hannes Pétursson tók á æfingunni.
14.09.2011
Á morgun, fimmtudag, er foreldrafundur fyrir foreldra/forráðamenn 5. flokks kvenna í handboltanum.
Fundurinn hefst klukkan 17:30 og er inn í fundarsalnum.
Hægt er að ná í þjálfara flokksins í síma
868-2396 (Stefán)
848-5144 (Kolla)
Einnig er hægt að senda tölvupóst á stebbigje@gmail.com ef þið hafið einhverjar spurningar.
Kv. Þjálfarar
07.09.2011
Á fimmtudaginn byrjar handboltinn að rúlla hér norðan heiða þegar við fáum fimm lið í heimsókn í árlegt
æfingamót sem líkt og í fyrra er kennt við Norðlenska. Liðin sem koma að þessu sinni eru úrvalsdeildarliðin: Afturelding, Haukar, Valur
ásamt 1. deildarliðunum ÍR og Stjörnunni.