Fréttir

Jólaæfing 7.-8. flokks handboltans - myndir

Á laugardaginn var hin hefðbundna jólaæfingunni yngstu iðkendanna í handboltanum. Líkt og við mátti búast mættu nokkrir skeggjaðir karlar með úttroðna poka á bakinu og fengu góðar viðtökur að vanda. Hannes Pétursson sendi okkur nokkrar myndir frá æfingunni sem er hægt að skoða hér.

Leikir um helgina hjá 4.fl. karla og 3.fl. karla, handbolta.

4.fl. karla A-lið eiga leik föstudag 16. desember kl.18:30 og B-lið einnig föstudag 16.desember kl.20:00   Bæði liðin hjá 3.fl. karla eiga leiki um helgina. KA1 á laugardag 17.desember kl.13:30. KA2 á laugardag kl.15:00 og sunnudag 18. desember kl.13:00. Allir þessir leikir fara fram í KA-Heimilinu.

Árleg jólaæfing hjá handboltanum

Nú er komið að jólaæfingunni hjá yngstu iðkendum í handboltanum en hún verður í KA heimilinu laugardaginn 17. desember  klukkan. 9:30-10:30 Æfingin er bæði fyrir stráka og stelpur í 7. - 8. flokki (1.-4. bekkur).  Leikir og þrautabraut, gestir með rauðar húfur kíkja í heimsókn, með góðgæti í poka.  Allir iðkendur hvattir til að mæta og taka foreldra og systkini með. Kveðja Unglingaráðið

Akureyri - Haukar í Íþróttahöllinni í kvöld, fimmtudag

Þá er komið að síðasta heimaleik Akureyrar á þessu ári og það er enginn smáleikur. Haukar, topplið N1 deildarinnar kemur í heimsókn og engum blöðum um að fletta að þetta er einn af stórleikjum deildarinnar. Undanfarin ár hafa leikir Akureyrar og Hauka dregið að sér flesta áhorfendur í deildarkeppninni hér í Íþróttahöllinni og viðbúið að sama staða verði uppi í kvöld.

Akureyri - Fram í Íþróttahöllinni í dag, miðvikudag

Það gengur ekki lítið á í handboltanum þessa dagana, magnaður leikur gegn FH í síðustu viku og í dag, miðvikudag er komið að stærsta heimaleiknum til þessa þegar Fram liðið mætir í Íþróttahöllina. Að þessu sinni er brugðið út af vananum og leikið á miðvikudegi, það er því rétt að hnippa í kunningjana og minna þá á breytingu frá venjunni.

Frábær Reykjavíkurferð hjá yngra ári 5. flokki kvenna - mynd

Yngra ár 5. flokks kvenna renndi suður á föstudagsmorgunn til að keppa á sínu öðru móti til Íslandsmeistara þennan veturinn. Líkt og síðast voru tvö lið skráð til keppni, KA/Þór1 og KA/Þór2. KA/Þór1 vann sér á síðasta móti þátttökurétt í 1. deild og því ljóst að þær voru að fara að keppa við bestu liðin í sínum árgang í þessari ferð.

KA/Þór heimsækir FH í Eimskipsbikarnum í kvöld

KA/Þór leikur gegn FH í Eimskipsbikarnum í kvöld kl.18:00.  Leikurinn fer fram í Kaplakrika. Akureyringar á suðvesturhorninu er hvattir til að mæta og hvetja okkar lið.

KA/Þór með heimaleik gegn Stjörnunni á laugardag

KA/Þór tekur á móti Stjörnunni  laugardaginn12. nóvember í N1 deild kvenna. Leikurinn er í KA heimilinu og hefst klukkan 16:00. Liðið er búið með tvo heimaleiki, unnu FH og töpuðu síðan með einu marki fyrir Haukum þannig að það má búast við góðri skemmtun í KA heimilinu. Aðgangur er ókeypis og gómsætar vöfflur í boði í hálfleik.

3. flokkur karla KA mætir Stjörnunni á laugardaginn í Höllinni

3. flokkur KA mætir Stjörnunni í heimaleik á laugardaginn. Að þessu sinni spila strákarnir í Íþróttahöllinni og hefst leikurinn klukkan 14:00. Það er mikið um að vera á laugardaginn, meistaraflokkur KA/Þór spilar heimaleik í KA heimilinu gegn Stjörnunni og hefst sá leikur klukkan 16:00. Sömuleiðis á 2. flokkur Akureyrar heimaleik gegn Stjörnunni á laugardaginn en sá leikur hefst klukkan 12:30 í Íþróttahöllinni. Það má því segja að laugardagurinn verði sannkallaður stjörnudagur!

Eins marks tap KA/Þór gegn Haukum - myndir

Haukar sóttu tvö stig norður í gær er liðið sigraði KA/Þór með eins marks mun í KA-heimilinu í N1-deild kvenna í handknattleik. Lokatölur urðu 28-29 en lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem heimamenn hefðu getað jafnað metin í síðustu sókn leiksins. Sú sókn rann hins vegar út í sandinn og Haukastúlkur fögnuðu vel í leikslok.