20.03.2023
Einar Rafn Eiðsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Eru þetta frábærar fréttir enda Einar einn allra besti leikmaður Olísdeildarinnar og algjör lykilmaður í okkar liði
17.03.2023
Bruno Bernat hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og leikur því áfram með sínu uppeldisfélagi næstu árin. Bruno kom af krafti ungur inn í markið í meistaraflokksliði KA en hann verður 21 árs á næstu dögum og verður afar gaman að fylgjast áfram með hans framgöngu
17.03.2023
KA/Þór mætir Val í úrslitaleik Powerade bikars 4. flokks kvenna í handbolta klukkan 18:00 í Laugardalshöllinni í dag. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs
16.03.2023
Meistaraflokkar KA og KA/Þórs stóðu fyrir glæsilegu softballmóti í KA-Heimilinu á dögunum og tóku alls 17 lið þátt. Keppt var í tveimur styrkleikaflokkum en fjölmargar gamlar kempur úr starfi KA og KA/Þórs rifu fram skóna og léku listir sínar á þessu stórskemmtilega móti
05.03.2023
Stúlknalandslið Íslands í handbolta skipuð leikmönnum U19 og U17 léku bæði tvo vináttulandsleiki í Tékklandi um helgina en bæði lið undirbúa sig nú fyrir EM í sumar. U19 leikur á EM í Rúmeníu og U17 leikur á EM í Svartfjallalandi
17.02.2023
Laugardaginn 4. mars setur handknattleiksdeild KA/Þórs og KA á stokk softballmót fyrir alla þá sem hafa gaman af því að hreyfa sig og hafa gaman. Spilað verður í KA heimilinu en mótið er aðeins ætlað einstaklingum 18 ára og eldri. Búningar lífga upp á stemmninguna en verður það valkvætt fyrir lið hvort tekið sé þátt í því. Aldrei að vita nema verðlaun verði veitt fyrir flottustu búningana🤩
Þátttökugjaldið er 3990kr á mann og er innifalið í því glaðningur fyrir liðið sem verður veittur við upphaf mótsins og miði á lokhófið sem verður haldið með pomp og prakt um kvöldið (meira um það síðar).
Ertu áhugamaður um handbolta eða jafnvel gömul kempa? Þá ertu á réttum stað því við bjóðum upp á tvær deildir (atvinnumannadeild og áhugamannadeild). Reglurnar eru einfaldar: spilað er með mjúkan bolta, 5 inná í einu (með markmanni), markmaður kemur með í sókn, hver leikur er 10 mín, bónusstig fyrir tilþrif og margt fleira skemmtilegt.
Skráning fer fram í gegnum netfangið softballmotak@gmail.com!Þegar þú skráir liðið þitt til leiks þurfa þessir þættir að koma fram:
- Nafn liðsins
- Fyrirliði liðsins (Fullt nafn og netfang) Til þess að hægt sé að hafa samband
- Í hvaða deild villtu að liðið þitt spili (áhugamanna- eða atvinnumannadeildinni)?
- Hvað eru margir liðsmenn?
Skorum á alla til að taka þátt og hafa gaman saman
15.02.2023
KA/Þór tekur á móti Haukum í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 17:30 í KA-Heimilinu í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leik og því um algjöran fjögurra stiga leik að ræða
14.02.2023
Það er heldur betur stórleikur framundan hjá karlaliði KA í handboltanum klukkan 20:00 í KA-Heimilinu á miðvikudaginn. Afturelding mætir norður í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar og er því sæti í sjálfri bikarúrslitahelginni í húfi
10.02.2023
ATHUGIÐ AÐ LEIK KA OG VALS Í OLÍSDEILD KARLA HEFUR VERIÐ FLÝTT UM HÁLFTÍMA OG ER NÝR LEIKTÍMI ÞVÍ KL. 17:30 Í KVÖLD Í KA-HEIMILINU! SAMA GILDIR MEÐ LEIK UNGMENNALIÐS KA OG ÞÓRS, HANN ER NÚ KL. 19:45
10.02.2023
Það er sannkölluð handboltaveisla í KA-Heimilinu í kvöld er KA tekur á móti Val í Olísdeild karla kl. 17:30 og í kjölfarið tekur ungmennalið KA á móti Þór í Grill 66 deildinni kl. 19:45. Það má búast við svakalegri spennu í báðum leikjum og ljóst að þú vilt ekki missa af þessari veislu