Fréttir

Þór og ungmennalið KA skildu jöfn (myndaveislur)

Það var alvöru bæjarslagur í Höllinni á laugardaginn þegar aðallið Þórs tók á móti ungmennaliði KA í Grill66 deild karla í handbolta. Fyrir leik voru KA strákarnir stigi ofar Þór og var mikil eftirvænting fyrir leiknum og mættu rúmlega 500 manns í stúkuna og stemningin eftir því

Myndaveisla frá magnaðri endurkomu strákanna

KA tók á móti Stjörnunni í fyrsta heimaleik liðsins í að verða mánuð í KA-Heimilinu í gær. Strákarnir höfðu staðið í ströngu í Austurríki í Evrópuverkefninu gegn liði HC Fivers og spurning hvort að það verkefni sem og ferðalagið hafi staðið aðeins í mönnum

Íslandsmót hjá 6. fl karla og kvenna um helgina

Um helgina fer fram fyrsta umferð Íslandsmótsins í handknattleik hjá 6. flokki karla og kvenna / eldra ár hér á Akureyri. Leikið er í KA-Heimilinu og Íþróttahöllinni en leikið er laugardag og sunnudag

Heimaleikur gegn Stjörnunni á fimmtudaginn

Það er loksins komið að næsta heimaleik í handboltanum þegar KA tekur á móti Stjörnunni í Olísdeild karla á fimmtudaginn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og eru strákarnir okkar staðráðnir í að nýta meðbyrinn úr Evrópuævintýrinu til að tryggja tvö mikilvæg stig

Myndaveislur frá skrautlegum Evrópuleikjum 2005

KA lék sína fyrstu Evrópuleiki í handbolta í 17 ár um nýliðna helgi er strákarnir sóttu Austurríska liðið HC Fivers heim í tveimur leikjum. Eftir hörkueinvígi þar sem KA vann fyrri leikinn 29-30 voru það Austurríkismennirnir sem fóru áfram samanlagt 59-56

KA úr leik eftir hörkuviðureign

KA mætti Austurríska liðinu HC Fivers í síðari leik liðanna í 2. umferð Evrópubikarsins í handbolta í Vín í gær en báðir leikir liðanna fóru fram ytra. KA liðið gerði sér lítið fyrir og vann 29-30 sigur í fyrri leiknum og var því töluverð pressa á liði Fivers fyrir síðari leikinn enda fyrirfram talinn sterkari aðilinn

Frábær sigur í fyrri leiknum í Austurríki!

KA sótti Austurríska liðið HC Fivers heim í fyrri leik liðanna í EHF European Cup í dag og eftir æsispennandi leik gerðu strákarnir sér lítið fyrir og knúðu fram dísætan 29-30 sigur og leiða því einvígið með einu marki fyrir síðari leikinn sem er á morgun klukkan 16:15 að íslenskum tíma

Fyrsta Evrópuverkefnið í 17 ár hjá strákunum

Karlalið KA í handbolta er mætt til Austurríkis þar sem strákarnir mæta liði HC Fivers WAT Margareten í EHF European Cup. Báðir leikir liðanna fara fram í Austurríki og mætast liðin á föstudag og laugardag. Þetta verða 26. og 27. evrópuleikur karlaliðs KA en félagið á ríka sögu í Evrópukeppnum

28 frá KA og KA/Þór í landsliðsverkefnum

Það er gríðarleg gróska í handboltastarfinu hjá okkur og undanfarið hafa alls 28 iðkendur hjá KA og KA/Þór verið valin í landsliðsverkefni. Það segir ýmislegt um hve gott starfi er unnið hjá handknattleiksdeild félagsins og frábært að sjá jafn marga iðkendur úr okkar röðum í þessum verkefnum

Skemmtikvöld Handknattleiksdeildar KA

Fimmtudaginn 20. október verður skemmtikvöld í KA-Heimilinu til styrktar Evrópuævintýris karlaliðs KA í handbolta sem sækir Austurríska liðið HC Fivers heim í lok mánaðar. Slíkar ferðir kosta skildinginn og ætla því leikmenn og stjórn að slá upp skemmtikvöldi í KA-heimilinu þar sem engu verður til sparað