Fréttir

Risahandboltaveisla á föstudaginn!

Þú vilt svo sannarlega ekki missa af svakalegri handboltaveislu í KA-Heimilinu á föstudaginn en KA tekur þá á móti Íslandsmeisturum Vals í hörkuslag í Olísdeildinni klukkan 18:00 og í kjölfarið tekur við bæjarslagur þegar ungmennalið KA tekur á móti aðalliði Þórs í Grill 66 deildinni klukkan 20:15

Mögnuð keppni í tilefni fyrsta heimaleiksins

KA tekur á móti Herði í fyrsta heimaleik ársins í Olísdeild karla í handboltanum á morgun, laugardaginn 4. febrúar, klukkan 15:00. Þetta er fyrsti heimaleikur strákanna í næstum því tvo mánuði og eftirvæntingin mikil fyrir leiknum

Frítt á fyrsta heimaleik ársins!

Olísdeild karla í handboltanum fer loksins aftur af stað með alvöru landsbyggðarslag í KA-Heimilinu á laugardaginn þegar strákarnir okkar taka á móti Herði í fyrsta leiknum í tæpa tvo mánuði og við ætlum okkur mikilvægan sigur með ykkar stuðning

KA/Þór tekur á móti toppliði Vals

KA/Þór tekur á móti toppliði Vals í Olísdeild kvenna í handboltanum á morgun, laugardag, klukkan 15:00. Stelpurnar hafa verið á miklu skriði að undanförnu og eru staðráðnar í að leggja sterkt lið Vals að velli en þurfa á þínum stuðning að halda

Fyrsti heimaleikur ársins er á morgun

Fyrsti heimaleikur ársins er á morgun, laugardag, gott fólk þegar KA/Þór tekur á móti HK í gríðarlega mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 15:00. Stelpurnar unnu frábæran sigur í fyrsta leik ársins og ætla að fylgja því eftir með heimasigri

Ida Hoberg til liðs við KA/Þór

KA/Þór fékk góðan liðsstyrk í dag fyrir síðari hluta keppnistímabilsins er Ida Hoberg skrifaði undir hjá liðinu. Ida kemur frá liði Randers HK í Danmörku þar sem hún hefur leikið undanfarin þrjú ár en þar áður var hún í Viborg HK en hún kemur uppúr yngriflokkastarfi Viborg

Handboltaleikjaskólinn hefst aftur 15. jan

Handboltaleikjaskóli KA hefst aftur sunnudaginn 15. janúar eftir gott jólafrí. Skólinn hefur heldur betur slegið í gegn undanfarin ár og hafa viðtökurnar hafa verið frábærar þar sem bæði stelpur og strákar fá að kynnast handbolta á skemmtilegan hátt

Skarpi og U19 með silfur á Sparkassen Cup

Skarphéðinn Ívar Einarsson og liðsfélagar hans í U19 ára landsliði Íslands í handbolta léku til úrslita á Sparkassen Cup í Þýskalandi sem lauk í dag. Íslenska liðið gerði sér lítið fyrir og vann fyrstu fjóra leiki sína sem tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum gegn heimamönnum í Þýskalandi

23 fulltrúar KA og KA/Þórs í unglingalandsliðunum

Þeir Bruno Bernat, Gauti Gunnarsson og Hilmar Bjarki Gíslason eru allir í U21 árs landsliði karla í handbolta sem kemur saman til æfinga dagana 2.-6. janúar næstkomandi. En þeir Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson stýra liðinu

KA áfram í 8-liða úrslit bikarsins

KA er komið áfram í 8-liða úrslit bikarkeppni HSÍ en strákarnir áttu að mæta liði Víði í Garði í KA-Heimilinu í dag. Lið Víðis hefur hinsvegar dregið sig úr leik og fer KA því sjálfkrafa áfram í næstu umferð