13.04.2023
Jens Bragi Bergþórsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Jens sem er enn aðeins 16 ára gamall lék 11 leiki með meistaraflokksliði KA á nýliðnu tímabili þar sem hann gerði 17 mörk, þar af 6 í heimaleik gegn Selfyssingum
11.04.2023
Hilmar Bjarki Gíslason skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Þetta eru afar góðar fréttir en Himmi sem verður tvítugur í sumar hefur unnið sig jafnt og þétt í stærra hlutverk í okkar öfluga liði
10.04.2023
Einar Rafn Eiðsson gerði sér lítið fyrir og varð markakóngur Olísdeildar karla í handbolta og er þetta þriðja árið í röð sem leikmaður KA er markakóngur. Að auki er þetta þriðja árið í röð sem að örvhentur leikmaður KA er markakóngur sem er mögnuð staðreynd
10.04.2023
KA gerði afar góða ferð á Seltjarnarnesið í lokaumferð Olísdeildar karla í handbolta í dag þegar strákarnir okkar unnu 30-31 útisigur á liði Gróttu. Fyrir leikinn var enn möguleiki á að KA myndi missa sæti sitt í efstu deild en það var ljóst frá fyrstu mínútu að strákarnir ætluðu ekki að láta það gerast
04.04.2023
KA leikur síðasta heimaleik sinn í Olísdeildinni í vetur á miðvikudaginn klukkan 19:30 og við þurfum á ykkar stuðning að halda gott fólk. Þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni er KA í 10. sæti aðeins einu stigi fyrir ofan ÍR sem situr í fallsæti, það eru því afar mikilvæg stig í húfi
29.03.2023
Skarphéðinn Ívar Einarsson hefur gert nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Það eru frábærar fréttir að við höldum Skarpa áfram innan okkar raða en hann er einn allra efnilegasti leikmaður landsins
24.03.2023
KA/Þór tekur á móti Fram í síðasta heimaleik sínum fyrir úrslitakeppnina á laugardaginn klukkan 15:00. Það má búast við hörkuleik enda bæði lið í harðri baráttu um gott sæti í úrslitakeppninni en leikur helgarinnar er liður í næstsíðustu umferð Olísdeildarinnar
24.03.2023
Jónatan Magnússon tekur við sem nýr þjálfari IFK Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næsta tímabili en Jonni sem hefur stýrt liði KA frá árinu 2019 gaf það út í vetur að hann myndi róa á önnur mið að núverandi tímabili loknu
22.03.2023
KA tekur á móti Aftureldingu í Olísdeild karla í handboltanum á morgun, fimmtudag, klukkan 19:00 í KA-Heimilinu en leikurinn er næstsíðasti heimaleikur strákanna í deildinni í vetur. Það er því ekki spurning að við þurfum að fjölmenna og styðja strákana til sigurs
20.03.2023
Einar Rafn Eiðsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Eru þetta frábærar fréttir enda Einar einn allra besti leikmaður Olísdeildarinnar og algjör lykilmaður í okkar liði