14.10.2022
Fimmtudaginn 20. október verður skemmtikvöld í KA-Heimilinu til styrktar Evrópuævintýris karlaliðs KA í handbolta sem sækir Austurríska liðið HC Fivers heim í lok mánaðar. Slíkar ferðir kosta skildinginn og ætla því leikmenn og stjórn að slá upp skemmtikvöldi í KA-heimilinu þar sem engu verður til sparað
12.10.2022
KA/Þór lék sína fyrstu heimaleiki í Evrópukeppni um helgina er stelpurnar tóku á móti Norður-Makedónsku meisturunum í Gjorche Petrov. Stelpurnar léku tvö einvígi í Evrópu á síðustu leiktíð en í bæði skiptin seldu stelpurnar heimaleikinn og var því loksins komið að fyrstu heimaleikjunum
07.10.2022
KA/Þór og Makedónska liðið Gjorche Petrov mætast í tveimur leikjum í Evrópukeppni kvenna í handbolta í KA-Heimilinu um helgina og er fyrri leikur liðanna í kvöld, föstudag, klukkan 19:30. Liðin mæstast svo aftur á sama tíma á morgun, laugardag
06.10.2022
Baráttan heldur áfram í Olísdeild karla í kvöld þegar KA tekur á móti ÍR í KA-Heimilinu klukkan 19:30. Strákarnir frumsýna glænýja keppnistreyju liðsins í kvöld og ekki spurning að við ætlum okkur sigur gegn spræku liði ÍR sem er nýliði í deildinni en komið af miklum krafti inn í upphafi vetrar
05.10.2022
KA/Þór hefur borist góður liðsstyrkur en Nathália Baliana er gengin til liðs við liðið en gengið var frá félagsskiptunum í dag og er hún því lögleg með liðinu í kvöld er stelpurnar sækja Stjörnuna heim í Garðabæinn klukkan 18:00
04.10.2022
Stelpurnar okkar í KA/Þór halda áfram að skrifa söguna upp á nýtt þegar þær leika sína fyrstu heimaleiki í Evrópukeppni á föstudag og laugardag gegn Makedónska liðinu HC Gjorche Petrov
29.09.2022
Það er stórveldaslagur að Hlíðarenda klukkan 18:00 í dag þegar KA sækir Valsmenn heim í Olísdeild karla. Liðin mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar á síðustu leiktíð sem og í upphafsleik vetrarins er þau börðust um titilinn Meistari Meistaranna
26.09.2022
KA/Þór tók á móti Haukum í fyrsta heimaleik vetrarins á sunnudaginn en liðunum er spáð svipuðu gengi í vetur og úr varð hörkuleikur þar sem stelpurnar okkar náðu að knýja fram sigur á lokasekúndum leiksins
25.09.2022
Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Hildur Marín Andrésdóttir gengu á dögunum í raðir KA/Þórs og munu án nokkurs vafa styrkja liðið fyrir baráttuna í vetur. Þá framlengdu þær Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir og Katrín Vilhjálmsdóttir sína samninga við félagið
23.09.2022
KA/Þór tekur á móti Haukum á sunnudaginn í fyrsta heimaleik vetrarins í Olísdeild kvenna. Martha Hermannsdóttir hefur nú lagt skóna á hilluna og munum við að sjálfsögðu hylla hana fyrir leikinn en hann hefst klukkan 16:00 og því eina vitið að mæta snemma