Fréttir

Sprettsmót KA í 8. flokk á laugardaginn

Á laugardaginn fer fram hið stórskemmtilega Sprettsmót KA fyrir 8. flokk í handboltanum en þar munu yngstu iðkendur okkar í handboltanum leika listir sínar. Það er ljóst að stórskemmtileg veisla er framundan og án efa mikil spenna hjá krökkunum fyrir því að fara á mót

Mikilvægur heimaleikur gegn ÍBV

KA/Þór tekur á móti ÍBV í mikilvægum leik í Olísdeild kvenna klukkan 18:00 í KA-Heimilinu í dag. Liðin mættust nýverið í hörkuleik í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV fór með sigur af hólmi. KA/Þór svaraði hinsvegar vel fyrir sig í kjölfarið með sigrum á Haukum og Fram

Jafntefli eftir háspennuleik (myndaveislur)

KA tók á móti Aftureldingu í 19. umferð Olísdeildar karla í handbolta í KA-Heimilinu í gær og úr varð algjör háspennuleikur sem endaði loks með 25-25 jafntefli. Baráttan í deildinni er gríðarlega hörð nú þegar stutt er í úrslitakeppnina og ljóst að það verður mikil spenna í síðustu þremur umferðum deildarinnar

Einar, Jón og Raggi með 100 leiki fyrir KA

Þeir Einar Birgir Stefánsson, Jón Heiðar Sigurðsson og Ragnar Snær Njálsson léku á dögunum sinn 100 leik fyrir KA í handboltanum og munum við heiðra þá fyrir leik dagsins. KA tekur á móti Aftureldingu í Olísdeild karla kl. 16:00 í KA-Heimilinu og hvetjum við ykkur til að mæta snemma til að heiðra kappana

Sprettsmót KA í 7. flokk um helgina

Á morgun, laugardag, fer fram Sprettsmót KA fyrir krakka í 7. flokk í handboltanum. Mótið fer fram í KA-Heimilinu og munu strákar og stelpur úr KA, KA/Þór og Þór leika listir sínar og ljóst að mikil spenna ríkir hjá krökkunum fyrir því að keppa

Myndaveislur frá úrslitahelgi bikarsins

KA og KA/Þór léku í úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins á dögunum þar sem strákarnir fóru í bikarúrslit eftir æsispennandi sigur á Selfoss í framlengdum leik en stelpurnar þurftu að sætta sig við tap gegn Fram

ÍBV - KA/Þór frestað til morguns

Leik ÍBV og KA/Þórs í Olísdeild kvenna sem átti að fara fram í Vestmannaeyjum í dag hefur verið frestað til morguns vegna veðurs. Stelpurnar áttu flug í dag en ekki er hægt að fljúga í veðrinu sem nú gengur yfir og ljóst að þess í stað mun liðið keyra og sigla til Vestmannaeyja

KA og KA/Þór bikarmeistarar í 4. flokki

KA og KA/Þór tryggðu sér bikarmeistaratitla í 4. flokki karla og kvenna á sunnudeginum en alls léku þrjú lið til úrslita í flokknum auk meistaraflokks KA sem lék til úrslita á laugardeginum. Það segir ansi mikið um hve blómlegt starfið er hjá handknattleiksdeild KA og ljóst að afar spennandi tímar eru framundan

Hópferð á bikarúrslitin

KA tryggði sér sæti í úrslitaleik Coca-Cola bikars karla í gær með stórkostlegum 28-27 sigri á Selfoss eftir framlengdan spennuleik. Framundan er úrslitaleikur gegn Val á laugardaginn klukkan 16:00 á Ásvöllum í Hafnarfirði og ætlum við að vera með hópferð á bikarveisluna

KA Í BIKARÚRSLIT!

KA leikur til úrslita í Coca-Cola bikarnum eftir stórkostlegan 28-27 sigur á Selfyssingum eftir framlengdan háspennuleik. Strákarnir mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks og með stórkostlegum stuðning fjölmargra KA-manna tókst ætlunarverkið og framundan bikarúrslitaleikur gegn Val á laugardaginn