26.01.2020
Það verður heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu í dag þegar Nettómótið í handbolta fer fram en þar leika krakkar í 7. og 8. flokki listir sínar. Nettó mun gefa öllum þátttakendum mótsins gjöf og svo fá krakkarnir pizzu frá Sprettinum að móti loknu
25.01.2020
Það var heldur betur mikið undir í Vestmannaeyjum í dag þegar KA/Þór sótti ÍBV heim í 13. umferð Olís deildar kvenna í handboltanum. Fyrir leikinn var KA/Þór í 6. sæti með 10 stig og þurfti sigur til að jafna HK og Hauka í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Eyjakonur voru hinsvegar sæti neðar með 8 stig og þurftu því sigur til að blanda sér inn í úrslitakeppnisbaráttuna
25.01.2020
KA/Þór sækir ÍBV heim klukkan 16:00 í ansi mikilvægum leik í Olís deild kvenna. Fjögur lið berjast grimmt um sæti í úrslitakeppninni í vor og er leikur dagsins svo sannarlega fjögurra stiga leikur
24.01.2020
Það fór fram hörkuleikur í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA/Þór tók á móti sterku liði Fram í 8-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í 3. flokki kvenna. Þrátt fyrir ansi krefjandi verkefni mættu stelpurnar svo sannarlega með trú á verkefnið og hófu leikinn af miklum krafti
24.01.2020
Hildur Lilja Jónsdóttir skrifaði í gær undir sinn fyrsta leikmannasamning hjá meistaraflokksliði KA/Þórs og er því orðin gjaldgeng með liðinu það sem eftir er leiktíðar. Hildur er gríðarlega efnileg en hún verður 16 ára á árinu og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér
23.01.2020
Í dag var dregið í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta og var KA/Þór í pottinum. Stelpurnar fengu útileik gegn ÍR en áætlað er að leikurinn fari fram í kringum 5. febrúar næstkomandi
18.01.2020
KA/Þór lék sinn fyrsta leik í Olís deild kvenna í dag eftir jólafrí er liðið sótti Íslands-, Bikar- og Deildarmeistara Vals heim. Það mátti reikna með erfiðum leik enda lið Vals ógnarsterkt og það varð svo sannarlega raunin
18.01.2020
Baráttan í Olís deild kvenna í handboltanum fer af stað á ný eftir jólafrí í dag. Stelpurnar í KA/Þór fá ansi krefjandi verkefni þegar þær sækja Íslands-, Bikar- og Deildarmeistara Vals heim í Origo höllina klukkan 16:00
14.01.2020
Það er heldur betur handboltaæði í gangi á landinu um þessar mundir enda hefur íslenska karlalandsliðið staðið sig stórkostlega á Evrópumeistaramótinu. Í tilefni af mótinu býður KA og KA/Þór í samvinnu við HSÍ og Bónus öllum krökkum í 1.-4. bekk að koma og prófa handbolta í janúar
08.01.2020
Lemon Akureyri og Handknattleiksdeild KA skrifuðu í dag undir tveggja ára samstarfssamning. Það er ljóst að þessi samningur mun skipta miklu máli í starfi deildarinnar og erum við afar spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Lemon