Fréttir

KA áfram í bikarúrslit í 4. flokki!

Strákarnir á yngra ári í 4. flokki KA í handbolta áttu erfitt verkefni fyrir höndum í dag þegar þeir sóttu Hauka heim í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ. Þarna mættust liðin í efstu tveimur sætunum í deildinni og ljóst að hart yrði barist um sæti í sjálfum úrslitaleiknum

Helga og Rakel í U18 og Hildur í U16

KA/Þór á þrjá fulltrúa í U16 og U18 ára landsliðshópum Íslands í handbolta sem munu æfa dagana 26.-29. mars næstkomandi. Helga María Viðarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir voru valdar í U18 ára landsliðið og Hildur Lilja Jónsdóttir var valin í U16 ára hópinn

Myndaveisla frá glæsisigri KA/Þórs á HK

Það var heldur betur mikið undir í KA-Heimilinu á laugardaginn þegar KA/Þór tók á móti HK í Olís deild kvenna. Fyrir leikinn munaði fjórum stigum á liðunum og klárt að ef KA/Þór ætlaði sér að eiga enn von um sæti í úrslitakeppninni þyrfti liðið á sigri að halda

Myndaveislur frá leik KA og Fram

KA og Fram áttust við í hörkuleik í KA-Heimilinu á laugardaginn en fyrir leikinn munaði einungis einu stigi á liðunum. Stemningin í KA-Heimilinu var mögnuð og leikurinn sjálfur stál í stál. Að lokum voru það gestirnir sem fóru með 20-21 sigur og náðu þannig þriggja stiga forskoti á KA liðið í deildinni

KA/Þór í bikarúrslit í 3. flokki!

KA/Þór tók á móti HK í undanúrslitum bikarkeppni 3. flokks kvenna í handbolta í gærkvöldi. Stelpurnar höfðu áður slegið út sterkt lið Fram og voru staðráðnar í að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum sjálfum en HK er einnig gríðarlega vel mannað og úr varð svakalegur leikur sem lauk með sigurmarki á lokasekúndunni

Frítt á tvíhöfða dagsins í KA-Heimilinu

Það eru tveir stórleikir í handboltanum í dag þegar bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs leika heimaleiki. Konurnar hefja daginn klukkan 14:30 þegar þær fá HK í heimsókn en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þurfa stelpurnar okkar á sigri að halda

Undanúrslit Bikars hjá 3. kvenna í dag

Stelpurnar í 3. flokki KA/Þórs taka í dag á móti HK í undanúrslitum Bikarkeppni HSÍ en leikurinn fer fram klukkan 19:00 í KA-Heimilinu og ljóst að liðið sem vinnur er komið í úrslitaleikinn í Laugardalshöllinni

Frítt á handboltaveislu laugardagsins

Það er sannkölluð handboltaveisla í KA-Heimilinu á laugardaginn er KA og KA/Þór leika heimaleiki í Olís deildinni. KA/Þór byrjar daginn kl. 14:30 með risaleik gegn HK en liðin eru í svakalegri baráttu um sæti í úrslitakeppninni

Tvö töp í Ásgarði í handboltanum

KA og KA/Þór sóttu Stjörnuna heim í Olís deildum karla og kvenna í handboltanum í gær. Báðar viðureignir voru lykilhluti í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og voru það konurnar sem hófu veisluna með sínum leik

6 frá KA og KA/Þór í Hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa Lónsins fer fram í þriðja skiptið í vetur helgina 28. febrúar til 1. mars næstkomandi. Þar munu strákar og stelpur fædd 2006 æfa undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Dögg Bragadóttur og fá þar smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni